10.03.1936
Sameinað þing: 4. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1455 í B-deild Alþingistíðinda. (2111)

Utanríkismálanefnd

Hannes Jónsson:

Ég vildi spyrja hæstv. forseta, hvað liði meðferð hv. stjórnarfl. á þeim tilmælum mínum, sem ég bar fram snemma á þinginu, að bæta tveimur mönnum í utanríkismálanefnd. Flokkarnir óskuðu þá eftir að fá tíma til að hugsa um þessa vandasömu ákvörðun. Mér skilst nú, að sá tími hljóti að vera liðinn, sem þurft hefir til þess að ákveða það, hvort þessi ósk Bændafl. yrði tekin til greina. — Ég óska eftir svari frá hæstv. forseta um það, hvað gert hefir verið í þessu vandamáli. Ég trúi því ekki, að margar vikur þurfi að líða áður en hægt er að gefa svar við þessum tilmælum Bændafl.