10.03.1936
Sameinað þing: 4. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1455 í B-deild Alþingistíðinda. (2114)

Utanríkismálanefnd

Hannes Jónsson:

Mér þykir það miður, að hæstv. utanrmrh. skuli ekki hafa séð sér það fært í sínum flokki að taka ákvörðun um þetta. En úr því það hefir nú dregizt úr hömlum, þá verður ekki við því gert, en þá er komið mál til að bæta fyrir það og beita sér fyrir, að þessi ákvörðun verði tekin sem fyrst. Ef hæstv. ráðh. finnst hann þurfa einhverra upplýsinga um þetta mál og ég get veitt þær, þá er ég fús til þess. Eins vænti ég þess, að hv. Framsfl. komist sem fyrst að niðurstöðu um það, hvaða afstöðu hann tekur til þessar, tilmæla Bændafl. Mér finnst það nokkuð einkennilegt, hve langan tíma það kostar að taka ákvörðun um þessi tilmæli. Áður hafa verið bornar fram samskonar óskir, og hefir það ekki þurft langrar umhugsunar við, heldur hafa þær verið uppfylltar með ljúfu geði.