10.03.1936
Sameinað þing: 4. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1455 í B-deild Alþingistíðinda. (2116)

Utanríkismálanefnd

Hannes Jónsson:

Það mun engum þykja undarlegt, þótt hv. 2. landsk. sé ókunnugt um það, sem fram fer í Bændafl., og um hans áhugamál, vegna þess að hv. 2. landsk. telst ekki til þess flokks og ekki heldur til nokkurs annars flokks, þótt honum hafi nú á síðustu tímum verið á misjafnan hátt hnýtt aftan í hv. stjórnarflokka.

Þótt við bændaflokksmenn höfum í eitt skipti beitt okkur á móti því að skipa sæti í utanrmn., þá er það ekki vegna þess, að við viljum ekki taka þátt í stórfum hennar, heldur voru það mótmæli gegn því einræðisvaldi, sem við vorum beittir, er við fengum ekki skipaðan mann í lögjöfnunarnefnd. Þessi ástæða er nú ekki fyrir bendi, og það er ósk okkar að fá mann í nefndina.