18.03.1936
Sameinað þing: 6. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1456 í B-deild Alþingistíðinda. (2117)

Utanríkismálanefnd

Hannes Jónsson:

Ég leitaði hér véfréttar um daginn á fundi í Sþ. viðkomandi tilmælum mínum um að auka við mönnum í utanríkismálanefnd. Varaforseti Sþ. sat þá í forsetastól, og kvaðst hann ekki kunna að segja neitt frá þeim ákvörðunum, sem stjórnarflokkarnir hefðu tekið í því máli. Nú spyr ég enn hins sama, því mér virðist vera kominn tími til þess fyrir hæstv. forseta að vera búinn að leita sér upplýsinga hjá stjórnarflokkunum um það, hvaða afstöðu þeir ætla að taka gagnvart þessum tilmælum mínum. Mér virðist, að ekki muni þurfa öllu lengri tíma til undirbúnings um atkvgr. um þessi tilmæli mín. Ég vil því vænta þess, að hæstv. forseti láti það koma sem allra fyrst til atkv. á sameinuðum þingfundi. hvort eigi að bæta við í n. eða ekki.