09.05.1936
Sameinað þing: 24. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1459 í B-deild Alþingistíðinda. (2136)

Þinglausnir

forseti (JBald):

Ég mun nú gefa yfirlit yfir störf Alþingis að þessu sinni.

Þingið hefir staðið frá 15. febr. til 9. maí, eða samtals 85 daga

Þ i n g f u n d i r hafa verið haldnir:

í neðri deild ............... 7l

— efri deild ................. 71

— sameinuðu þingi ..... 24

Alls 166 þingfundir

Þá er yfirlit yfir úrslit þingmála og hversu

með þau hefir verið farið:

1. Lagafrumvörp:

l. Stjórnarfrumvörp:

a. lögð fyrir neðri deild .... ....

3

b. — - efri deild ..........

2

c. — — sameinað þing . ....

3

8

2. Þingmannafrumvörp:

a. borin fram í neðri deild ..

80

b. borin fram í efri deild ..

26

l06

114

Þar af:

a. Afgreidd sem lög

stjórnarfrumvörp .....

8

þingmannafrumvörp ...

47

— alls

55

lög

b. Fellt

þingmannafrumvarp.

1

c. Afgr. með rökst. dagskrá þingmannafrumvörp..

2

d. Vísað til stjórnarinnar þingmannafrumvarpi .

1

e. Ekki útrædd þingmannafrumvörp

55

114

II. Þingsályktunartillögur:

a. Bornar fram í neðri deild

7

b. borin fram í efri deild

1

c. bornar fram í samein. þingi

16

24

Þar af:

a. Þingsályktanir:

1. ályktanir Alþingis.....

7

2. ályktanir neðri deildar

2

3. ályktun efri deildar...

1

—alls

10 þál.

b. afgr. með rökst. dagskrá ..

1

c. vísað til stjórnarinnar

..

1

d. tekin aftur...........

....

1

e. ekki útræddar ...........

11

24

III. Fyrirspurnir:

Bornar fram í neðri deild

.........

...... 2

Annari þeirra var svarað

Mál til meðferðar í þinginu alls ...

.......

140

Þetta Alþingi, sem nú er að ljúka störfum, er hið fimmtugasta síðan Alþingi fékk löggjafarvald árið 1874, en hið sextugasta og fimmta síðan Alþingi var endurreist.

Það er eðlilegt, að eigi sé gert neitt sérstakt til þess að minnast þessara tímamóta í sögu Alþingis. þegar vér erum nýbúnir að halda hátíðlegt þúsund ára afmæli þess. Vert er þó að minnast þess, að á þeim fimmtíu löggjafarþingum, sem háð hafa verið síðan 1874, hefir verið lagður grundvöllur hinna mörgu og merkilegu framfara í atvinnu- og menningarmálum þjóðarinnar, er síðan hafa orðið. Eftir því, sem útlenda valdið missti tökin á íslenzkum málefnum fyrir eindregna baráttu hinna ágætustu manna, eftir því varð þjóðinni meira gagn að löggjafarvaldinu.

Vér alþingismenn getum eigi óskað annars en að hin virðulega og gamla stofnun Alþingi megi verða sverð og skjöldur þjóðarinnar í sókn til nýrra framkvæmda og í vörn gegn erfiðleikum þeim, sem að okkur steðja, og að því takist, eins og því hefir tekizt á síðastliðnum fimmtíu löggjafarþingum, að búa svo í haginn fyrir þjóðina, að hún á erfiðleikatímum geti varizt áföllum og í hinum bjartari tímum geti sótt fram til nýrra dáða fyrir land og lýð.

Vér höfum á þessu þingi afgreitt ýms merkileg lög, en starf þingsins hefir þó aðallega mótazt af því að reisa skorður við hinum ískyggilegu örðugleikum, sem að þjóðinni steðja, bæði að utan og innan.

Vér vonum, að störf Alþingis megi ná þeim tilgangi sínum að verða þjóðinni til gagns og farsældar.

Ég óska alþingismönnum, sem heima eiga utan Reykjavíkur, góðrar ferðar og farsællegrar heimkomu og öllum alþingismönnum, að vér megum hittast heilir á næsta Alþingi.