09.05.1936
Sameinað þing: 24. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1461 í B-deild Alþingistíðinda. (2138)

Þinglausnir

forsrh. (Hermann Jónasson):

Það eru nú liðin 1006 ár síðan Alþingi Íslendinga var stofnað, og þetta er fimmtugasta löggjafarþingið síðan Alþingi var endurreist. Ég leyfi mér í umboði konungs og í hans nafni að segja Alþingi slitið. Ég vil biðja alþingismenn að minnast ættjarðar vorrar, Íslands, og svo konungs vors, með því að rísa úr sætum sínum.

Allur þingheimur stóð upp.

Var síðan af þingi gengið.

Viðauki.

Þegar lokið var að mestu prentun B-deildar, kom það í ljós, að fallið hafði niður svarræða fjármálaráðherra við útvarpsumræður um fjárlagafrumv. við fyrri hluta 1. umr. 19. febr. Ræðuhandritið hafði misfarist og aldrei borizt skrifstofunni, en þingskrifari sá, er hlut átti að máli, átti frumrit sitt að ræðunni, og er hún því prentuð hér aftan við B-deild. — Ræðan á að koma næst á eftir ræðu 10. þm., sem endar á 46. dálki.