20.03.1936
Neðri deild: 29. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í C-deild Alþingistíðinda. (2193)

60. mál, sauðfjárbaðanir

*Frsm. minni hl. (Pétur Ottesen):

Hv. þm. A.- Húnv. er áreiðanlega búinn að fara nægilega mörgum orðum um brtt. Hún er vitanlega ekki fram komin af neinni umhyggju fyrir sveitarstjórnum sérstaklega. Enda eiga þær nú helzt ekki að njóta neins af því, þó að brtt. verði samþ., því að hv. þm. vill láta taka þetta inn í frv., að ríkissjóður borgi baðstjórunum, og svo ætlar hann að fella frv., ef honum er mögulegt. Svo að ég held, að þessi umbót hv. þm. verði sýnd gjöf, en ekki gefin. Því fleiri orð, þess vegna, sem hann hefir um þessa till., því meir gerir hann sig hlægilegan með henni. Brtt. þessi verður ekki frv. að fótakefli, þó að hann ætlist til þess. Hann bar þessa brtt. fram á landbn.-fundi. Þar vildi enginn styðja hana. Hv. þm. verður því að taka framhjá n., af því að hann vildi ekki einn standa undir hlátrinum, sem þessi brtt. hlaut óhjákvæmilega að hafa í för með sér. En það er leiðinlegt, að hv. þm. Ak. skyldi verða fyrir því óláni að flytja þessa brtt., með þeim tilgangi, sem liggur á bak við hana.

Til þess að sýna samræmið hjá hv. þm. A.- Húnv., vil ég benda á það, að í frv., sem hann flutti í fyrra um útrýmingarbaðanir og samþ. var, þá var það hans till., að sveitar- og bæjarfélög skyldu borga baðstjórunum, eins og nú er lagt til í okkar frv. á þskj. 91. Við flm. þessa frv. höfum því í þessu efni ekki gert annað en hv. þm. A.-Húnv. sjálfur hefir gert, þó að okkur flm. og honum beri í öðrum atriðum mikið á milli í þessu máli.

Frv. þetta felur í sér margar og mikilsverðar breyt. til umbóta og öryggis frá því, sem ákveðið er í gildandi l. um þetta efni. Þær breyt. eru fluttar í 4., 5. og 6. gr. frv., og reyndar víðar í frv.