08.05.1936
Efri deild: 69. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 130 í C-deild Alþingistíðinda. (2291)

128. mál, alþýðutryggingar

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Það skiptir engu máli í þessu sambandi, hvaða afstöðu flokksmenn mínir í Nd. hafa tekið; ég hefi mína skoðun um afgreiðslu þessa máls. — Hvað það snertir, sem hv. 1. þm. Skagf. sagði, að ekki væru tök á að meta starfsorkuna, þá veit hann það eins vel og ég, að þetta hefir verið gert lengi í sambandi við slysatrygginguna, og sjálfur hafði hann ekkert að athuga í sambandi við þau ákvæði, er þetta snerta og eru í l. um alþýðutryggingar.

Ég vil svo aðeins endurtaka það, að fullar líkur eru til, að langflest af því fólki, sem nú hefir notið ellistyrks — sem er mjög lágur og ófullkominn —, muni koma undir ákvæði um örorkulífeyri.