17.02.1936
Efri deild: 2. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (24)

Kosning fastanefnda

Jónas Jónsson:

Ég sé enga eðlilega ástæðu til þess að fjölgað verði mönnum í þessum nefndum. Mér vitanlega liggja ekki fyrir nein stórmál, sem gera það nauðsynlegt nú, eins og stundum áður. Mér finnst, að þessi tilmæli hv. 10. landsk. snerti aðallega vini hans í Sjálfstfl., þar sem hann ætlast til, að þeir rými sæti fyrir sér í þessum nefndum, enda er svo náin samvinna á milli þeirra, að þeir geta komið sér saman um skipun í nefndir án þess að fjölgað verði í þeim. Það er gleðilegt, ef það getur tekizt, eins og áður hefir átt sér stað, en hitt er óeðlilegt, að hv. 10. landsk. taki sæti í nefndum með öðrum hætti, samkv. undanþágu frá þingsköpum.