20.03.1936
Efri deild: 29. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 350 í B-deild Alþingistíðinda. (249)

4. mál, verðtollur og bráðabirgðaverðtollur

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Með þessu frv. er farið fram á að framlengja gildandi lög um verðtoll til ársloka 1937. — Fjhn. hefir athugað þetta mál og er sammála um, að ríkissjóður megi einskis í missa af þeim tekjum, sem hann hefir af verðtolli, og leggur n. til. að frv. sé samþ. N. hefir borið frv. saman við þau lög og lagaákvæði, sem vitnað er til í 1. gr. frv., og að áliti n. er ekkert við frv. að athuga frá þeirri formlegu hlið.