05.03.1936
Neðri deild: 16. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 258 í C-deild Alþingistíðinda. (2513)

59. mál, starfsmenn ríkisins og laun þeirra

*Flm. (Jörundur Brynjólfsson):

Ég hefi leyft mér að bera þetta frv. fram að kalla óbreytt frá því, sem það var flutt á síðasta þingi. Aðeins er í 102. gr. ein lítilsháttar leiðrétting á villu, sem upphaflega hafði slæðzt inn í frv., en nú er lagfærð í þessu frv. Að vísu gera sum ákvæði frv. nokkuð aðra skipun um starfsmenn ríkisins en nú er, en ég taldi það ekki koma að sök og geri ráð fyrir, að það verði tekið til athugunar í n. eins og önnur atriði frv. — Ég sé svo enga ástæðu til að fjölyrða um málið nú, en geri að till. minni, að því verði, að lokinni þessari umr., vísað til n. Ég held, að þingflokkarnir hafi komið sér saman um að kjósa sérstaka n. til þess að fjalla um þetta mál, og verður því þá vísað til hennar.