09.03.1936
Neðri deild: 19. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 286 í C-deild Alþingistíðinda. (2553)

68. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég held, að það sé á misskilningi byggt hjá hv. þm. G.-K., að það hafi verið algerðar mótsagnir í ræðu hv. 1. þm. Rang. við það, sem ég hefi haldið fram að því er snertir það, hvernig þetta mál var tekið upp. Þessu er þannig háttað, eins og hv. 1. þm. Rang. sagði, að það komu stöðugar kröfur frá olíufélögunum um yfirfærslur á þessum gömlu innstæðum, sem þau áttu hér. Hitt sagði hann ekki, að olíufélögin hefðu stungið upp á því að veita þetta lán; það var stjórn skuldaskilasjóðsins, sem stakk upp á því að taka þetta lán. Að því er vextina, af þessu láni snertir, þá verð ég að viðurkenna, að ég man ekki fyrir víst, hverjir þeir eru. Það er nokkuð langt síðan gengið var frá þessu; ég skal láta hv. þm. fá upplýsingar um þetta seinna.