17.04.1936
Neðri deild: 50. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 319 í C-deild Alþingistíðinda. (2590)

68. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Áður en málið fer úr þessari hv. d. ætla ég að segja það, að ég er ekki ánægður með það eins og það lítur út. við 2. umr. var felld till., sem fram kom fyrir mína tilstuðlan um það, að sett yrði inn í frv. ákvæði um eftirlit með ferðum Íslendinga til útlanda. Ég mun þó ekki setja fótinn fyrir málið við þessa umr., en beita mér fyrir því í hv. Ed., að þetta ákvæði verði sett inn í frv., og mun ég gera það á þann hátt, að ég mun reyna að fá breytt því ákvæði, sem nú er í frv. um undanþágu fyrir útvegsmenn til þess að nota sinn gjaldeyri, og gæti ég hugsað mér, að helzt væri viðeigandi að setja í staðinn það ákvæði, að gjaldeyrisnefnd væri heimilað að veita þessar undanþágur, í stað þess að í frv. er ekki gert ráð fyrir, að til þess þurfi nokkurt sérstakt leyfi. Náist ekki samkomulag um þessa till. mína í hv. Ed., þá býst ég við að verða á móti málinu þar, en nú mun ég ekki vera á móti því við þessa umr.