21.04.1936
Neðri deild: 53. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 345 í C-deild Alþingistíðinda. (2617)

68. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég held, að hv. þm. hafi hlotið að fylgjast illa með frá byrjun. Ég hefi alltaf haldið því fram frá upphafi, að samkv. l. þeim, er nú gilda, sé hægt að gefa heimild til slíkrar notkunar gjaldeyris, eða veita slíka undanþágu, ef nauðsynlegt þætti. Ég hefi því talið frv. óþarft, þó ég gengi inn á það um skeið í vissu formi. En ef breyt. verða á því gerðar, hefi ég af ástæðum, sem ég hefi lýst, tekið fram, að ég muni beita mér fyrir breyt. á frv. þessu í Ed. af því, sem ég hefi haldið fram, að bankarnir geti nú gefið undanþágur, ef nauðsyn þykir til bera.

Hvað því viðvíkur, sem haldið hefir verið fram, að S. Í. S. hafi með undanþágu fengið viss sérréttindi, þá vil ég upplýsa það, að samskonar réttindi — gjaldeyri til greiðslu skuldbindinga erlendis — hafa fjöldamargir aðrir fengið, og þar á meðal ýmsir útvegsmenn.

Hv. þm. minntist á, að ég væri mótfallinn því, að heimildin næði til veiðarfæra. Það er alveg rétt; ég er því mótfallinn, að sú heimild verði sett inn í lögin, og ég byggi það á því, að ég tel, að þá verði allt eftirlit ómögulegt, bæði af því að þar ræðir um margur tegundir vara og marga innflytjendur, en hinsvegar hefir innflutningsnefnd og bankarnir aðstöðu til að veita undanþágu í þessu efni, ef sérstök ástæða þykir til.