14.04.1936
Neðri deild: 48. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 436 í C-deild Alþingistíðinda. (2735)

98. mál, vátryggingarfélög fyrir vélbáta

Jónas Guðmundsson:

Þetta frv. snertir menn í mínum heimahögum, ef að lögum yrði, og þess vegna finnst mér ég verða að minnast aðeins á það.

Mér er það sönn ánægja, að þetta frv. er komið fram, því að það er nauðsynlegt, að smábátatryggingunum verði komið í betra horf en verið hefir hingað til; sumstaðar hefir þetta að vísu gengið vel, sumstaðar illa aftur á móti, og sumstaðar hefir ekkert verið gert til þess að tryggja báta. Þetta frv. er því tvímælalaust mjög mikið spor í þá átt að koma samræmi á þetta mál. en ég verð að taka undir það með hv. þm. Borgf. og hv. þm. G.-K., að einmitt nú, þegar fram er komið mjög skýrt og greinilegt frv., sem samið er af tveimur valinkunnum mönnum, þá sé einmitt rétt að bíða fram til næsta þings að lögfesta þetta, svo að okkur gefist tækifæri til þess að ræða málið við menn í okkar byggðarlagi, sent hafa þessi mál með höndum.

Það atriði, sem vafalaust skiptir smáútvegsmenn í landinu mestu, er það, að þetta frv., ef að lögum verður, fæli í sér mikla iðgjaldalækkun frá því, sem nú er, því að það er þyrnir í augum flestra smáúvegsmanna að þurfa að greiða þá iðgjöld til þess að geta haldið bátunum tryggðum aðeins nokkra mánuði ársins, en í þessu frv. er, eins og hv. þm. Borgf. sagði, engin trygging fyrir því, að iðgjöldin lækkuðu verulega frá því, sem er, þó að allar líkur bendi til þess, sérstaklega ef björgunarstarfið yrði aukið jafnframt því sem tryggingarfélögin yrðu fjölskipaðri og ábyrgðin dreifðist á fleiri. Ég mun því verða með því, að þessu frv. verði frestað til næsta þings.