02.05.1936
Neðri deild: 61. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 451 í C-deild Alþingistíðinda. (2761)

125. mál, framfærslulög

Thor Thors:

Eins og hv. 1. landsk. gat um, hefir þetta mál í raun og veru ekki verið afgr. frá hv. allshn. Þeir flm. málsins, hv. 1. landsk. og hv. 2. þm. Reykv., vildu hespa málið af í n. áður en hún gat látið nokkra rannsókn fram fara á málinu. Hv. 1. þm. Árn., hv. 8. landsk. og ég vildum frekari rannsókn á málinu. Og ég og hv. 8. landsk. höfum sent þetta mál til umsagnar framfærslun. Rvíkur, og fyrr en við höfum fengið þá umsögn, erum við ekki reiðubúnir að taka afstöðu til þess og teljum því æskilegt, að málið sé tekið út af dagskrá, unz n. hefir fengið þær upplýsingar um málið, sem hún telur nauðsynlegar til þess að geta afgr. það frá sinni hendi.