02.05.1936
Neðri deild: 61. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 455 í C-deild Alþingistíðinda. (2770)

125. mál, framfærslulög

Forseti (JörB):

Ég vil taka það fram út af því, sem hefir verið beint til mín, að ég lét í ljós í allshn., þegar þetta mál var rætt þar, að ég óskaði eftir að mega kynna mér málið betur, en tók fram jafnframt, eins og ég ætla, að hafi komið í ljós hjá meiri hl., að það væri alls ekki tilætlunin að beita mér á móti málinu. Nú hefi ég kynnt mér þetta mál, en vildi gjarnan, ef kostur væri, fá að sjá álit framfærslunefndar Reykjavíkur, áður en málið verður afgr. út úr d. Hinsvegar finnst mér ekki koma að sök, þó að 2. umr. sé lokið áður en þetta álit liggur fyrir, því að vitanlega hafa menn heimild til að greiða atkv. með brtt. við 3. umr., þó að þeir hafi hleypt málinu óbreyttu það áleiðis.