04.05.1936
Neðri deild: 62. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 458 í C-deild Alþingistíðinda. (2774)

125. mál, framfærslulög

*Pétur Ottesen:

Það voru aðeins örfá orð út af deilu, sem varð hér fyrr við þessa umr. út af þeim ummælum, sem hv. 1. landsk. hafði um viðtal við formenn stjórnarflokkanna af hálfu þeirra kvenna, sem standa á bak við þetta mál. Mér virtist hv. þm. vilja færa þau ummæli yfir á það, að bak við þau stæðu flokksvilji. Mér virtist hann gefa þetta í skyn með því að segja þau orð, sem ég skrifaði orðrétt niður eftir honum, en þau voru þannig: „Og mætti því vænta þess, að það yrði ekki ágreiningur um meginatriði þessa frv.“ Mér virtist, að hv. þm. vildi láta skína í það með þessu, að hér lægi einhver flokksvilji bak við, en ég vil mótmæla því, að svo sé að því er snertir Sjálfstfl.