26.02.1936
Efri deild: 9. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 567 í C-deild Alþingistíðinda. (2885)

43. mál, berklavarnir

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég kom inn í d. rétt áðan og vissi ekki, að ágreiningur var um það, í hvaða n. málið skyldi fara. Þegar um er að ræða, hvort ríkissjóður haldi áfram tekjustofnum, sem hann hefir haft, eða sleppi þeim, þá finnst mér að öllu leyti eðlilegt, að slíkt mál sé látið ganga til fjhn. Yfirleitt hefir verið venja, að öll slík mál gengju þangað, þó að þau kannske snertu líka annan aðilja en ríkið.