02.05.1936
Efri deild: 62. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 604 í C-deild Alþingistíðinda. (2974)

123. mál, klaksjóður og klakstöðvar

*Pétur Magnússon:

Ef það er rétt hjá hv. 4. landsk., að það þurfi að tryggja veiðina í Laxá við Mývatn betur en gert er nú, til þess að hægt sé að veiða til klaks í henni, þá er það sannarlega hægt án þess að setja þessa eignarnámsheimild. Þeirra hluta vegna er hennar engin þörf.

Brtt. hv. 10. landsk. tel ég sanngjarna, því að það er engin ástæða til að útiloka það, að einstaklingar reki klakstöðvar, þó að ríkisstj. komi upp tveimur klakstöðvum á öllu landinu.