09.05.1936
Sameinað þing: 21. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 17 í D-deild Alþingistíðinda. (3023)

72. mál, sjómælingar og rannsóknir fiskimiða

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég vildi mjög mæla með því, að till. meiri hl. fjvn. á þskj. 546 yrði samþ. Auk þess vildi ég benda á, að eftir þessi aflaleysisár er óhjákvæmileg nauðsyn, að rannsakað sé um önnur fiskimið en þau, sem nú eru mest stunduð.

Ég skal ekki blanda mér inn í þær umr. eða deilur, sem hér eru um fiskimálan. og blandað hefir verið inn í þetta mál; það er mest gömul og leiðinleg upptugga stjórnarandstæðinga, sem fremst, að þeir ekki hafa þar sterkan meiri hl.

Ég skal ennfremur geta þess, að ég tel sjálfsagt og eðlilegt — og mun sjá um að flutt verði brtt. um það —, að tekið verði upp í till., að þessar rannsóknir og tilraunir verði gerðar í samráði við fiskimálan. og fiskifræðinga, ef það gæti eitthvað friðað hrelldan huga andmælenda þess, að fiskimálanefnd sé höfð með í ráðum, en það ætla ég, að sé eðlilegt og sjálfsagt, að hún hafi forystuna í þessum málum.