09.05.1936
Sameinað þing: 22. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í D-deild Alþingistíðinda. (3046)

87. mál, landhelgisgæzla

*Frsm. (Jónas Guðmundsson):

Ég get orðið stuttorður um þetta mál. Fjvn. hefir orðið sammála um að sameina þær tvær þáltill., á þskj. 202 og 268, um landhelgisgæzlu og björgunarstarfsemi, sem til hennar var vísað. Og ætla ég, að í þessari brtt. fjvn. felist allt það, sem flm. beggja till. ætluðust til, að væri í þeim fólgið. N. vill þess vegna mælast til þess, að flm. þáltill. á þskj. 268, hv. þm. G.-K. og hv. þm. Borgf., taki þetta til greina og taki till. sína aftur, af því að meginefni hennar er tekið upp í brtt. við till. til þál. á þskj. 202, og fyrirsögninni breytt með tilliti til þess. Ef þeir gera það, sem ég vænti fyllilega, þá fær þetta mál fljóta afgreiðslu, því að í fjvn. var samkomulag um það á milli fulltrúa þingflokkanna.