09.05.1936
Sameinað þing: 21. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 36 í D-deild Alþingistíðinda. (3076)

138. mál, Ítalíufiskur

Finnur Jónsson:

Mér virðist sú ríkisábyrgð, sem gert er ráð fyrir í till. hv. fjhn., vera heldur lág, en þar er gert ráð fyrir 75% ábyrgð fyrir þann fisk, sem fer til Ítalíu. Það er mest Labradorfiskur, sem ekki er í hærra verði en 60 kr. Bankarnir hafa lánað ca. 40 kr. út á þennan fisk fullverkaðan, eða um 80% af útflutningsverði hans. Mér hefði því fundizt ekki ósanngjarnt að færa þessa hundraðstölu nokkru hærra upp, og legg ég því fram skrifl. brtt. við brtt. hv. þm. G.-K., um að ábyrgðin verði höfð 85%. Vænti ég þess, að till. fái samþ. hv. d.