19.03.1936
Sameinað þing: 7. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 60 í D-deild Alþingistíðinda. (3102)

75. mál, þingfréttir í útvarpi

*Forseti (JBald):

Það hefir um mörg ár verið álit forseta Alþingis, að útvarpinu bæri að sjá að öllu leyti um flutning þingfrétta og bera ábyrgð á þeim, eins og öðru, sem útvarpið flytur. Aftur á móti hefir útvarpsstjóri jafnan og síðar útvarpsráð haldið því fram, að Alþingi ætti sjálft eða forsetar fyrir þess hönd að sjá um fréttaflutning þaðan. Í byrjun þessa þings var vakið máls á þessu á þingfundi og því beint til forseta að fara að óskum útvarpsstjóra og útvarpsráðs í þessu efni, og með því að forsetar þóttust finna, að mjög margir þm. litu þannig á, þá tóku þeir málið til yfirvegunar, en ekki er málið þó útkljáð enn. Með því að í till. felst áskorun á forseta, þá mun ég ekki greiða atkv. um þessa tillögu.