19.03.1936
Sameinað þing: 7. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 72 í D-deild Alþingistíðinda. (3114)

75. mál, þingfréttir í útvarpi

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég álít, að eins og till. þessi er fram borin komi ekki til mála fyrir mig að greiða atkv. um hana. Það er sem sé verið að fela forsetum starf, sem tilheyrir þeim samkv. þingsköpum, og með þessari till. er gefið fordæmi að því, að þingið fari að skipta sér af, hvaða menn eru valdir til starfa. Og ef þingið á að fara að þrátta um einstaka starfsmenn, þá er það komið inn á skaðsemdarbraut. og greiði ég því ekki atkv. um þessa óþinglegu tillögu.