30.04.1936
Neðri deild: 60. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 149 í D-deild Alþingistíðinda. (3167)

130. mál, símaleynd

Forseti (JörB):

Hv. þm. G.-K. lét þá skoðun í ljós undir umr. um þetta mál, að þessi rökst. dagskrá mundi tæpast geta komizt að og að rökstuðningur hennar ætti ekki heima við afgreiðslu þessa máls. Út af þessu vil ég aðeins geta þess, að rökstuðningur dagskrártill. er með ýmsu móti, og eru mismunandi ástæður færðar fram til rökstuðnings þeim í ýmsum tilfellum, þó að þær miði allar að sömu niðurstöðu um afgreiðslu málsins. Og hvað rökstuðning þessarar dagskrártill. snertir, þá get ég ekki séð, að hann sé þess eðlis á neinn hátt, að hans vegna beri að vísa þessari rökst. dagskrá frá, og mun ég því láta fara fram atkvgr. um hana.