20.02.1936
Neðri deild: 4. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 378 í B-deild Alþingistíðinda. (328)

10. mál, útflutningur á kjöti

Flm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti! Þetta mál er gamalkunnugt hér á þingi og er þess efnis að fá framlenging á gildi laga um eitt ár.

Þegar þær takmarkanir, sem nú gilda, urðu á sölu á kjöti til Noregs og Englands, voru samin lög, sem eru nr. 90 frá 19. júní 1933, sem ákveða um það, hvernig stjórnarráðið skuli skipta þeim útflutningi, sem verða má til þessara landa, milli þeirra manna, sem áður fluttu kjöt á þennan markað. Þessi lög hafa síðan verið framlengd frá ári til árs, og til þess að þau gildi áfram, þarf að framlengja þau nú.

Ég legg svo til, að frv. verði, að þessari umr. lokinni, vísað til 2. umr. og landbn.