08.05.1936
Neðri deild: 68. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 209 í D-deild Alþingistíðinda. (3301)

116. mál, uppsögn viðskiptasamnings við Noreg

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég get svarað hv. þm. því, að að sjálfsögðu verður það fyrir nóvembermánuð í haust tekið til rækilegrar athugunar af stj., hvort norsku samningunum skuli sagt upp eða ekki. Meira get ég ekki um það sagt nú.

Að því er snertir ræðu hv. 5. þm. Reykv. um gorgeir, yfirdrepskan og yfirlæti og ýmislegt fleira, sem hann sagði um mig og mína flokksmenn — ég man ekki alla þá mannkosti, sem hann taldi upp —, þessum fúkyrðum hv. þm. get ég látið ósvarað. Ég skýrði frá því áðan, af hverju samningunum hefði ekki verið sagt upp, og hefi engu við það að bæta. Milli stjórnarflokkanna náðist ekki samkomulag um þetta atriði, og frá Sjálfstfl. hefir ekkert legið fyrir um þetta. Hann hætti að taka þátt í störfum utanrmn. Alþfl. hafði ekki aðstöðu til að segja samningunum upp. (PHalld: Þetta er rangt). Er það rangt, að Alþfl. einn hafi ekki getað komið málinu fram? (PHalld: Það er rangt). Ég skil ekki þessa staðhæfingu hv. þm. alþýðuflokkurinn gat ekki komið málinu fram einn. Hvort honum hefðu komið liðsmenn frá flokki þessa hv. þm., veit ég ekki.