05.03.1936
Efri deild: 16. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 379 í B-deild Alþingistíðinda. (340)

10. mál, útflutningur á kjöti

Frsm. (Páll Hermannsson):

Ég get náttúrlega lofað hv. 10. landsk. því, að þetta verði athugað í n. fyrir 3. umr. Það er rétt, sem hv. þm. segir, að það eru nokkrar líkur til þess, eftir því, sem séð verður nú, að það þurfi að framlengja þessi 1. oftar en í þetta skipti, fyrst þau gilda frá ári til árs. Annars ætla ég, að þegar þessi l. voru sett, þá hafi engu síður verið hafður í huga saltkjötsmarkaðurinn norski.