19.02.1936
Sameinað þing: 3. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 19 í B-deild Alþingistíðinda. (35)

1. mál, fjárlög 1937

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Eins og venja er til við 1. umr. fjárl., mun ég gefa yfirlit um afkomuna á árinu 1935, áður en ég vík að sjálfu frumv., er hér liggur fyrir.

Mun ég byrja með því að gefa yfirlit um rekstrarafkomu ríkissjóðs. Er það yfirlit, sem að undanförnu, háð þeim breyt., er verða kunna við endanlegt uppgjör reikninganna. Svo verulegar ættu þær breyt. þó ekki að verða, að heildarniðurstaðan raskist, svo að máli skipti. þykir mér rétt að geta þess í því sambandi, að hin ábyggilegu bráðabirgðauppgjör síðari ára eru að þakka breyt. þeirri, er gerð var á bókhaldi og reikningsfyrirkomulagi ríkissjóðs árin 1930–1931. Hefir sú endurbót nú hlotið allra viðurkenningu — einnig þeirra, sem þá töldu hana fráleita og gerða í blekkingarskyni.

Eins og yfirlit þetta ber með sér, hefir hinn reikningslegi rekstrarafgangur á árinu 1935 orðið 505 þús. kr. rúmlega. En þess ber að gæta í því sambandi, að þá er með talið til útgjalda á rekstrarreikningi framlag til fiskimálasjóðs 235 þús. kr. En sá sjóður ber, sem kunnugt er, kostnað af ýmsum framkvæmdum í þágu sjávarútvegsins, svo sem tilraunum til nýrra fiskverkunaraðferða og öflunar nýrra fiskmarkaða.

Þótt ég hafi fært þetta tillag á rekstrarreikning, er hér um alveg óvenjulega greiðslu að ræða, sem að sumu leyti eru til eignir á móti í vörzlum fiskimálanefndar, þótt eigi liggi fyrir nú, að hve miklu leyti. Tel ég því eigi sanngjarnt, þegar rekstrarafkoman 1935 er borin saman við afkomuna önnur ár, að framlag þetta sé talið með hinum venjulegu útgjöldum. Hinn raunverulegi rekstrarafgangur ársins 1935, sambærilegur við önnur ár, er því 740 þús. kr. Til samanburðar við afkomuna á hinum kreppuárunum skal þess getið, að rekstrarhalli var:

1932 .......................... um kr. 1541000

1933 ........................ — — 62 300

1934 ......................... — — 1420 000

og hefi ég þá á því ári dregið frá skuldir, er þá voru yfirteknar vegna mjólkurbúa og frystihúsa, enda voru þær sérstaks eðlis, og afkoma ársins 1934 eigi samanburðarhæf við önnur ár án þess frádráttar.

Á árinu, sem leið, hefir þannig tekizt að ná allverulegum rekstrarafgangi. Rekstrarniðurstaðan er fullum 2 millj. króna hagstæðari en árið á undan. Nú er það hinsvegar af núverandi ríkisstj. talið nauðsynlegt að keppa að því, að hægt sé að inna af hendi fastar afborganir af lánum ríkissjóðs og kostnað við þau mannvirki, sem ekki eru beint arðgæf, án þess að skuldir þurfi að myndast á móti. Til þess að slíkt geti orðið, þarf að ná fullum greiðslujöfnuði. Þess ber þó vel að gæta í þessu sambandi, að undir eins og rekstrarafgangi er náð, þá er um hagnað að ræða, sem gengur til greiðslu skulda og nýrra framkvæmda.

Eins og uppgjör það, er lesið hefir verið, her með sér, er reikningslegur greiðsluhalli ársins 1935 talinn 391 þús. kr. Ef bera á þá niðurstöðu saman við greiðslujöfnuð undanfarinna ára, tel ég rétt að draga frá framlagið til fiskimálasjóðs. af þeim ástæðum, er þegar hafa verið greindar. Hinn raunverulegi greiðsluhalli ársins 1935 til samanburðar verður þá 153 þús. kr., en í fjárlögum var gert ráð fyrir greiðsluhalla, er næmi 99 þús. og 800 kr. Heildarniðurstað, rekstrarins 1935 er því svo að segja nákvæmlega hin sama og í fjárlögum var gert ráð fyrir, og á árinu 1935 hefir tekizt að lækka greiðsluhallann um rúmlega 2 millj. króna. eins og fyrirhugað var. Þess má og geta hér, að rúmlega 40 þús. kr. af þeim 155 þús., sem á vantar fullan greiðslujöfnuð, stafa af vega- og brúarlánum, sem unnið var fyrir á árinu 1935, en lofað var að vinna áður en núv. stj. tók við.

Við athugun, er ég hefi gert, hefi ég komizt að raun um, að þessi útkoma er hin hagstæðasta, er orðið hefir síðan árið 1929, en það ár var beinlínis afgangur af tekjum ríkissjóðs eftir að fastar afborganir lána höfðu verið inntar af höndum.

Þá kem ég að umframgreiðslum og samanburði á fjárlögunum fyrir 1935 og á niðurstöðum samkvæmt bráðabirgðauppgjöri því, er fyrir liggur.

Á sínum tíma var af hálfu stjórnarandstæðinga gert mikið veður af því, að fjárlögin fyrir árið 1935 væru hin hæstu, er fram hefðu verið borin á Alþingi. Í því sambandi benti ég á hvað eftir annað, að hin háu fjárlög stöfuðu að verulegu leyti af því, að nú væru ýmsir óbundnir liðir áætlaðir miklu hærri og sanni nær en áður hefði tíðkazt. Hvað eftir annað benti eg háttv. stjórnarandstæðingum á að bíða og sjá, hvort landsreikningurinn fyrir árið 1935 yrði sá hæsti. er fram hefði komið. Yrði svo, þá ætti gagnrýni þeirra rétt á sér. Hitt var mér og ljóst, að þótt meir hefði verið vandað til áætlana fjárlaganna fyrir árið 1935 en áður, mætti ganga út frá því sem gefnu, að landsreikningurinn myndi fara nokkuð fram úr þeirri áætlun. Fjárlagafrv. fyrir árið 1935 var fyrsta tilraunin til þess að lækka þann óhæfilega mismun, sem orðið hefir á fjárlögum og landsreikningi og þá jafnframt að fá Alþingi til að gera sér sem vandlegast grein fyrir þeirri tekjuupphæð, sem afla þyrfti ríkissjóði. Svo sem bráðabirgðayfirlitið ber með sér. hafa greiðslur úr ríkissjóði, að frádregnum fyrningum og greiðslum til stuttbylgjustöðvarinnar, numið 16 millj. og 313 bús. kr. Þar af er tillag til fiskimálasjóðs kr. 235 þús. Heildargreiðslur, sem sambærilegar eru við greiðslur undanfarinna ára, ef uppgjöri fyrir þau er hagað á sama hátt og hér er gert, nema því um 16 millj. og 80 þús. kr. En fjárlögin gerðu ráð fyrir því, að alls yrðu greiddar 14 millj. og 47 þús. kr. Er því þessi hlið landsreikningsins um 2 millj. króna hærri en fjárlög.

Þegar þessar tölur eru bornar saman við heildargreiðslur samkv. fjárl. og landsreikningi undanfarin 10 ár, kemur í ljós, að aðeins einu sinni á þeim tíma hefir orðið minni mismunurinn ;i fjárlögum og landsreikningi en á árinu 1935. Það var árið 1927. Öll hin árin hefir mismunur upphæða á fjárlögum og landsreikningi verið meiri en 1935. En ef sýndur er með hlutfallstölum þessi mismunur undanfarinna 10 ára, sést, að umframgreiðslur á árinu 1935 eru hlutfalislega minni en nokkru sinni fyrr á þessu árabili. Til fróðleiks skal ég lesa hér hverju umframgreiðslurnar hafa numið hlutfallslega þessi ár:

Árið 1925 ...... ........ 31,87%

— 1926 ......... ......... 22,52-

— 1927 ......... ......... 15,78-

— 1928 ......... ......... 26,06-

— 1929 ......... ......... 41,60-

— 1930 ......... ......... 45 -

— 1931 ........ ......... 32,74-

— 1932 ......... ......... 10,28-

— 1933 ......... ......... 24,08-

— 1934 ......... ......... 45 -

— 1935 ......... ......... 14,55-

Það skal tekið fram, að samanburð þennan hefi ég reynt að gera þannig á milli ára, að samræmi sé í, t. d. sleppt framlagi til arðgæfra fyrirtækja og öðrum liðum, sem ruglað gætu samanburðinn. Þessi samanburður sýnir, að þegar við þessa fyrstu tilraun mína hefir allverulega orðið ágengt.

Ég gat um það síðan, að háttv. stjórnarandstæðingur hefðu lagt mikla stund á að bera ríkisstjórninni á brýn, hve fjárlög hennar væru há. Er því fróðlegt að gera samanburð á landsreikningunum við aðra reikninga. Samkv. bráðabirgðayfirlitinu hafa greiðslur ríkissjóðs orðið rúmlega 1 millj. kr. lægri á árinu 1935 en árið 1934 Ef greiðslur samkv. yfirlitinu eru bornar saman við meðaltal greiðslna úr ríkissjóði síðustu 5 árin, og þó ekki miðað við þær greiðslur, sem óvanalegar mega teljast. t. d. ekki framlög til arðbærra fyrirtækja, til byggingar landsspítalans. Arnarhváls. landsímastöðvarinnar o. fl., kemur í ljós, að greiðslur síðustu 5 ára taldar þannig hafa orðið að meðaltali rúmlega 16 millj. kr. En greiðslur 1935 eru 16 millj. og 80 þús. kr. fyrir utan framlag til fiskimálasjóðs eða svo að segja nákvæmlega sama upphæð og meðalgreiðslur síðustu ára. Taka skal það fram, að á útkomu tveggja þessara ára, áranna 1933 og 1934. báru núv. háttv. stjórnarandstæðingar ábyrgðina ásamt Framsfl.

Með þessum samanburði ætla ég, að sé hnekkt til fulls þeirri staðhæfingu stjórnarandstæðing., að með fjárlögunum fyrir árið 1935 væri stofnað til meiri fjárnotkunar úr ríkissjóði en dæmi væru til áður, og þá um leið sannað það, sem ég hefi haldið fram um þetta, að meginhluti fjárlagahækkunarinnar 1935 var vegna þess, að hærra voru áætlaðir óbundnir liðir fjárlaganna en áður. Ég skal þá taka það fram, að ég er ekki að þessum samanburði vegna þess, að ég áliti það einhverja, goðgá, þótt greiðslur úr ríkissjóði hefðu orðið eitthvað hærri en áður, t. d. til styrktar atvinnuvegum þjóðarinnar, heldur til þess að sýna fram á, að háttv. stjórnarandstæðingar hafa haft rangt fyrir sér í fyrri umr. um fjárlögin 1935.

Ég hefi nú á það drepið, að útgjöldin og tekjurnar 1935 urðu nokkru hærri en fjárlög þess, árs gerðu ráð fyrir. Mun ég nú gera grein fyrir þeim mismun, sem er á áætlun og greiðslum einstakra liða fjárlaganna fyrir árið 1935. Mun ég byrja á tekjunum.

Tekjur ríkissjóðs af tollum og sköttum hafa orðið um 900 þús. kr. hærri en áætlað var. Þó hafa nokkrir liðir ekki staðizt áætlun. Má þar helzt til nefna tóbakstollinn, er varð 147 þús. kr. lægri en áætlað var, útflutningsgjald af íslenzkum afurðum, sem hefir reynzt um 100 þús. kr. lægra en áætlun, stimpilgjald af ávísunun; o; kvittunum, sem reyndist um 100 þús. kr. lægra en áætlað var. Loks hefir tekju- og eignarskattur og vitagjald hvort um sig reynzt um 50 þús. kr. lægra en búizt var við. Hér á móti, og ríflega það, kemur áfengistollurinn, sem reyndist um 620 þús. kr. hærri en gert var ráð fyrir. Voru tekjurnar af þessum tolli með vilja áætlaðar mjög varlega, ásamt hagnaði áfengisverzlunarinnar, og til þess ætlazt, að það, sem þessir liðir kynnu að fara fram úr áætlun, vægi upp á móti vanhöldum í tekjunum og þeim umframgreiðslum, sem vitanlegt er, að alltaf verða einhverjar. Þá hefir vörutollurinn farið fram úr áætlun um 390 þús. kr. verðtollurinn um kr. 221 þús. og kaffi- og sykurtollurinn kr. 250 þús. Hafa heildartekjurnar af tollum og sköttum því aukizt rúmlega um þá upphæð, sem þessir liðir hafa farið fram úr ætlun, því að áfengistollurinn hefir vegið á móti rýrnuninni, er orðið hefir á sumum tekjustofnunum, eins og lýst var.

Tekjur af rekstri ríkisstofnana hafa farið fram úr áætlun um rúma 1 millj. króna, og er þess helzt að geta í því sambandi, að rekstrarhagnaður símans hefir orðið um 130 þús. kr. hærri en áætlað var og rekstrarhagnaður áfengisverzlunarinnar 850 þús. kr. hærri en áætlað

Yfirlit um rekstrarafkomu

Tekjur:

Fjárlög

Innkomið

2. gr.

Skattar og tollar:

Fasteignaskattur .....

370000.00

400000.00

Tekju- og eignarskattur .

1950000.00

1950000.00

Lestagjald af skipum

50000.00

59220.00

Aukatekjur, alm. ....

620000.00

612228.00

Erfðafjárskattur .

50000.000

79833.00

Vitagjald .........

470000.00

421836.00

Leyfisbréfagjöld . ..

25000.00

23598.00'

Stimpilgjald ...

500000.00

520416.00

Do. af ávísunum og kvitt.

150000.00

17238.00

Bifreiðaskattur ....

380000.00

390847.00

Útflutningsgjald ..

700000.00

601397.00

Áfengistollur .....

630000.00

1250886.00

Tóbakstollur ...

1380000.00

1232600.00

Kaffi- og sykurtollur

900000.00

1149192.00

.

Annað aðflutningsgjald

50000.00

91844.00

Vörutollur ......

1250000.00

1643937.00

Verðtollur ....

1130000.00

1351943.00

Gjald af innlendum tollvörum

420000.00

438571.00

Skemmtanaskattur .

150000.00

123511.00

Veitingaskattur ...

100000.00

88967.00

Samtals ....

11275000.00

12428064.00

- Innheimtulaun og endurgr. 150000.00

Hækkun á eftirstöðvum ..... 100000.00

.........

250000.00

_ _

12178064.00

3. gr. A.

Ríkisstofnanir:

Póstmál ........

60000.00

56500.00

Landssíminn ....

339000.00

475000.00

Áfengisverzlun ....

750000.00

1600000.00

Tóbakseinkasala .

600000.00

606000.00

Ríkisútvarpið ....

60000.00

85000.00

Ríkisprentsmiðjan ..

60000.00

54000.00

Landssmiðjan ...

10000.00

36000.00

.

Raftækjaeinkasala .

.........

19800.00

Ríkisbúin ........

14000.00

...

Bifreiðaeinkasala ....

4300.000

'

2936600.00

3. gr. B.

Tekjur af fasteignum.

24650.00

.........

20000.00

4. gr.

Vextir .........

518940.00

.........

545000.00

5. gr.

Óvissar tekjur ..

50000.00

.........

90000.00

Samtals ....

.........

....

15769664.00

var. Önnur fyrirtæki hafa gefið svipaðar tekjur og gert var ráð fyrir.

Þá mun ég stuttlega gera grein fyrir helztu umframgreiðslum.

Kostnaður samkvæmt 9. gr., alþingiskostnaður, hetir farið um 76 þús. kr. fram úr áætlun. Stafar það mest af þingfrestuninni í fyrra.

11. gr., kostnaður við dómgæzlu og lögreglustjórn, hefir farið 427 þús. kr. fram úr áætlun, og er það stærsta umframgreiðslan á árinu. Er þar aðallega um kostnað við landhelgisgæzluna að ræða; nemur sú umframgreiðsla um 220 þús. kr., og kemur af því, að varðskipin hafa verið látin starfa meira að eftirlitinu en gert var ráð fyrir, er áætlun var samin. Eins og kunnugt er, er nú verið að gera ráðstafanir til þess að draga verulega úr varðskipakostnaðinum, og koma þær

ráðstafanir vonandi til framkvæmda á yfirstandandi

ári. Má búast við, að unnt verði að framkvæma þennan sparnað, án tjóns fyrir landhelgisgæzluna. Þá hefir kostnaðurinn við toll- og löggæzlu farið fram úr áætlun um 70 þús. kr. Hefir tollkostnaðurinn í Reykjavík vaxið töluvert eftir að farið var að skoða allar póstsendingar. Þá hefir sakamálakostnaður, skrifstofukostnaður toll- og lögreglustjóra í Reykjavík farið fram úr áætlun.

Á 12. grein hefir kostnaðurinn við heilbrigðismál farið fram úr áætlun um kr. 149 þús. Er það rekstrarhalli sjúkrahúsanna, sem orðið hefir verulegum mun meiri en ráðgert var.

13. gr., kostnaður við vegamál, hefir farið 239 þús. kr. fram úr áætlun. Er það aðallega sökum þess, að eigi reyndist fært að halda þjóðvegun

Fjárlög 1937 (1. umr.).

ríkissjóðs 1935.

Gjöld:

Fjárveiting

Greitt

7. gr.

Vextir ................

1547576.00

1500685.00

8. gr.

Borðfé konungs ...

60000.00

60000.00

9. gr.

Alþingiskostnaður .

250920.00

327595.00

10. gr.I.

Ráðuneytið og ríkisféh. ................................

249766.00

317163.00

10. gr. II.

Hagstofan .........

55100.00

58950.00

10. gr. III.

Utanríkismál .......

103000.00

161607.00

11. gr. A.

Dómgæzla og löggæzla .

1065760.00

1493391.00

11. gr. B.

Sameiginlegur kostnaður

231000.00

273638.00

12. gr.

Heilbrigðismál ....

721371.00

915582.00

13. gr. A

Vegamál . .. . . . . . . .. . .

1341402.00

1580537.00

13. gr. B.

Samgöngur á sjú

716000.00

658667.00

l3. gr. C.

Vitamál og hafnargjöld .

535700.00

592450.00

14. gr. A.

Kirkjumál . . . . . . . . . ..

358420.00

360419.00

14. gr. B.

Kennslumál . . . . . . . . . .

1507470.00

1646447.00

15. gr.

Til vísinda, bókmennta og lista

209010.00

213058.00

16. gr.

Til verklegra fyrirtækja ..

2620675.00

2701360.00

17. gr.

Styrktarstarfsemi . . . . .

1158200.00

1241590.00

18. gr.

Eftirlaun og styrktarfé ....

268684.00

282188.00

19. gr.

Óviss útgjöld .........

100000.0.000

221167.00

13109041.00

14603494.00

22. gr.

Heimildarlög ..............

..........

4500.00

Þingsályktanir ...............

..........

164353.00

Væntanleg fjáraukalög ..

..........

5846.60

Sérstök lög ...............

..........

43758300

15263776.00

Tekjuafgangur

..........

505888.00

Samtals;

.........

15769664.00

um nægilega vel við fyrir þá fjárhæð, er til þess var ætluð. Hefir vegaviðhaldið farið 127 þús. kr. fram úr áætlun. Lagningar nýrra vega hafa farið kr. 51þús. fram úr áætlun. Þar að auki ber að telja 423þ.1 kr., sem lagðar voru til vega- og brúargerða af lánsfé. Er þar um að ræða síðustu upphæðirnar af því lánsfé, sem fyrrv. stjórn hafði ráðstafað í því skyni. Þess má geta hér að vextir og afborganir af lánum, er tekin hafa verið til þessara framkvæmda, eru á fjárlagafrv. fyrir árið 1937 áætluð kr. 230 þús.

14. gr. B. Kostnaðurinn við kennslumál hefir farið 138 þús. kr. fram úr áætlun. Þar af eru laun barnakennara 47 þús. kr. Hefir við undirbúning fjárl. eigi verið gætt þess, hve ör er hækkun á þeim lið vegna fjölgunar kennara. Ennfremur hefir rekstrarstyrkurinn til héraðs- og gagnfræðaskóla farið 30 þús. kr. fram úr áætlun. Stafar það af meiri skólasókn en gert var ráð fyrir.

16. gr. Þar hafa greiðslur til verklegra fyrirtækja farið kr. 72 þús. fram úr áætlun. Er það aðallega jarðræktarstyrkurinn, sem farið hefir fram úr á þessari grein, eða um 113 þús. króna. Hafa jarðabætur, mældar árið 1934, reynzt meiri en búizt var við. Á þessari grein falla hinsvegar niður tvær greiðslur: framlag til ræktunarsjóðs af útflutningsgjaldi kr. 40 þús. og ú0 þús. kr. af framlagi til byggingar- og landnámssjóðs, er á að mæta kjötuppbót þeirri, er greidd var á árinu 1935, samkv. sérstakri þingsályktun.

Á 19. grein hefir orðið umframgreiðsla 121 þús. kr. Þykir mér ekki ástæða til að rekja þá liði hér, þar sem þeir eru mjög margir og flestir lágir.

Kem ég þá að greiðslum samkv. þingsályktunum, er nema samtals kr. 164 þús. Þar af er kjötverðlagsuppbótin kr. 150 þús. og kostnaður við tryggingarntálanefnd kr. 10 þús. Greiðslur samkv. væntanlegum fjáraukalögum eru 53 þús. kr. Stærsti liðurinn þar er viðgerð og breyting á húsinu nr. 3 við Pósthússtræti, er lögreglan hefir nú flutt bækistöð sína í. Þótti svo knýjandi nauðsyn bera til þessarar endurbótar á húsinu, að eigi þótti fært að láta það biða fram á þetta ár. — Greiðslur samkv. sérstökum lögum nema kr. 437 þús. Rúmlega helmingur þeirrar upphæðar er framlög til fiskimálasjóðs, kr. 235 þús. Er það fé tekið af afgangi láns þess, er tekið var á árinu 1935, til greiðslu lausaskulda ríkissjóðs. En eins og kunnugt er, er fiskimálasjóður undir stjórn fiskimálanefndar og atvinnumálaráðuneytisins. Er fé því, sem í sjóðinn er lagt, varið til ýmissa nýrra framkvæmda til eflingar sjávarútveginum, einkum með tilraunum um nýjar verkunaraðferðir á fiskiafurðum og til leitar að nýjum mörkuðum. Þá hafa ennfremur verið greiddar 85 þús. kr. samkv. sérstökum lögum um vaxtatillög til bænda og 20 þús. kr. til iðnlánasjóðs. Ennfremur 20 þús. kr. til verkamannabústaða, og er sú upphæð vangoldið tillag af tekjum tóbakseinkasölunnar frá fyrri árum.

Þá vil ég að lokum minnast á umframgreiðslur á 20. gr. Hafa afborganir af lánum ríkissjóðs orðið um 100 þús. kr. hærri en áætlað var. Stafar þetta bæði af því, að afborganir af vega- og brúarlánum hafa orðið nokkru hærri en ráðið var fyrir gert, svo og af hinu, að á árinu var gerð gangskör að því að innleysa útdregin skuldabréf af láninu frá 1920, er eigi hafði verið framvísað til greiðslu. — Um aðrar verulegar umframgreiðslur á 20. grein er vart að ræða. Þó ber þess að geta, að þar er fært 112 þús. kr. framlag til stuttbylgjustöðvar landssímans, sem áður er um getið.

Í sambandi við þessa greinargerð um umframgreiðslur get ég ekki stillt mig um að minna á það, að af háttv. stjórnarandstæðingum hefir því verið haldið mjög á lofti, að ríkisstjórnin hafi eytt ógrynni fjár í allskonar nefndakostnað. Hefir þetta gengið svo langt á fundum, að andstæðingarnir hafa talið stj. mundu eyða meira en 1 millj. króna í þessu skyni á árinu 1935. Uggir mig nú, þegar uppgjör liggur fyrir, er sýnir rekstur ársins 1935, að nokkuð muni vefjast fyrir háttv. andstæðingum að finna sínum fullyrðingum stað. Væri þó óneitanlega vel til fallið fyrir þá að færa sönnur á mál sitt hér á Alþingi, þegar skjölin eru lögð á borðið fyrir þá. En hið sanna í þessu máli er það, að með öllu vantar grundvölt fyrir dylgjum þeirra í þessa átt.

Þá vil ég þessu næst gera grein fyrir þeim breytingum, sem orðið hafa á lánum ríkissjóðs á árinu 1935.

Samkv. þessu yfirliti hafa skuldir ríkissjóðs á árinu raunverulega aukizt um 379 þús. og 600 kr. Samkv. yfirlitinu hefir orðið skuldaaukning, er nemur 243 þús. og 500 kr. vegna jarðakaupa ríkissjóðs á Eyrarbakka og Stokkseyri og vegna affalla af enska láninu, er tekið var á árinu 1935 566 þús. kr. Samtals er skuldaaukningin, sem stafar af þessu tvennu, kr. 820 þús. Sýnir þetta glögglega, að ef ekkert hefði haft áhrif á skuldir ríkissjóðs annað en rekstur hans árið 1935, hefðu ríkisskuldirnar lækkað um ca. 440 þús. krónur. Kemur það þá heim við það, að rekstrarreikningurinn sýndi töluverðan afgang, sem gengið hefir í afborganir föstu lánanna.

Ennfremur kemur í ljós af þessari greinargerð, að hið nýja lán, er tekið var í Englandi á árinu, hefir eigi verið notað til þess að standa undir hinum almennu greiðslum ríkissjóðsins, heldur til þess að greiða með eldri skuldir, eins og margsinnis hefir verið tekið fram áður, þótt ekki sé örgrannt um, að sumir hafi viljað gefa annað í skyn.

Í fjárlagaræðu minni í fyrra gerði ég grein fyrir lántökunni, en skal taka það fram hér því til áréttingar, að af nettó-upphæð lánsins, sem var 10 millj. og 667 þús. kr., gengu 3 millj. 322 þús. kr. til greiðslu á skuldum útvegsbankans í Englandi og afgangurinn gekk upp í skuldir landsbankans í Englandi. Myndaðist þá um leið innieign hér í landsbankanum, sem notuð var til til greiðslu á lausaskuldum ríkissjóðs, að undanskildum þeim 614 þús. kr., er lagðar voru til hliðar og ætlaðar fiskimálasjóði.

Um afkomu ríkissjóðs sjálfs á árinu 1935 mun ég þá ekki fara fleiri orðum að sinni. En áður en ég skilst við það mál, vil ég benda á það, að ríkisstjórnin mun keppa að því að koma á greiðsluballalausum ríkisbúskap. Á því eru auðvitað ýmsir örðugleikar. Jafnframt því að tekjustofnarnir rýrna, aukast kröfurnar á hendur ríkissjóði um allskonar fjárframlög. Þó hefir þessu marki svo að segja verið náð á þessu fyrsta ári, er núv. ríkisstjórn ber ein ábyrgð á.

Þá mun ég gera grein fyrir afkomu þjóðarinnar út á við á árinu 1935. Um það efni hefi ég nú fyrir skemmstu flutt erindi í útvarpið, sem birt hefir verið í blöðunum, og verð ég því stuttorðari um það en ella. Geri ég ráð fyrir, að efni erindisins sé kunnugt hv. þm. flestum og öðrum þeim, er á mál mitt hlýða.

Í byrjun ársins 1935 gengu í gildi ný lög um gjaldeyrisverzlun. Samkv. þeim lögum hefir nú verið unnið í eitt ár, og var ný gjaldeyrisnefnd skipuð í ársbyrjun samkv. hinum nýju lögum.

Innflutningurinn á árinu 1935 hefir samkv. bráðabirgðaskýrslu hagstofunnar um það efni numið 42 millj. og 600 þús. kr., en að frádregnum innflutningi vegna Sogsvirkjunarinnar 41 millj. og 897 þús. kr. Árið 1934 var innflutt fyrir kr. 48 millj. og 48 þús. Verður að gera ráð fyrir því, að innflutningurinn á árinu 1935 hækki um nálega 7% við endanlega skýrslugerð. Innflutningur ársins 1935 hefir því verið um 7 millj. kr. lægri en innflutningurinn á árinu 1934. Útflutningur íslenzkra afurða hefir á árinu 1935 numið um kr. 43 millj. 881 þús., en í fyrra nam hann kr. 44 millj. 761 þús. kr. Er því útflutningurinn tæplega 1 millj. kr. lægri nú en 1934. Niðurstaðan er því sú, að verzlunarjöfnuður ársins 1935 er hagstæður um 2 millj. kr., en var í fyrra óhagstæður um 4 millj. kr. Hefir því tekizt á árinu að bæta greiðslujöfnuðinn um 6 millj. kr. Fullum greiðslujöfnuði hefir þó ekki verið náð á árinu. Til þess að slíkt takist, þarf verzlunarjöfnuðurinn sennilega að vera hagstæður um nálæg

Sjóðsyfirlit

Áætlun

Reikningur

Inn:

Tekjur skv. rekstraryfirliti ..............

13762990

157699664

1. Fyrningar . ............... ............

289051

300000

2. Útdr. veðbréf og bankavaxtabréf ....

50000

59000

3. Endurgr. fyrirframgreiðsla .....

10000

29000

4. Endurgr. lán og andv. s. eigna ........

125000

66600

Mism. v stuttbylgjustöðvarinnar . . . . .

112000

Reikningsl. greiðsluhalli (þar í framl. til fiskimálasj. 235 þús.). ...

99845

391000

Samtals kr.

.......

16727613

Út:

Gjöld samkvæmt rekstraryfirliti.........

13109041

15263766

l. Afborganir lána:

l. Ríkissjóður:

a. Innlend lán ..............................

217957

295358

b. Dönsk lán ................................

323095

323876

c. Ensk lán .......................................

177753

189643

2. Ríkisstofnanir: .

a. Landssíminn ....................................

135000

131920

b. Ríkisútvarp ......................................

124040

124040

II. Eignaaukning ríkisstofnana:

1. Landssíminn ....... ... .......... ...........

135000

160000

.

Sami (stuttbylgjustöðin)

112000

2. Ríkisprentsmiðjan ..........................

20000

40000

3. Landssmiðjan .................................

10000

23000

4. Ríkisútvarpið ................................

34000

III. Vitabyggingar ................

7611110

30000

Samtals kr.

.......

16727613

Breytingar á skuldum ríkissjóðs1935

Skuldir samkvæmt landsreikningi 1934

...........

41937920

Tekið lán hjá Hambrosbank . . . . . . .

11739500

Skuldabr. lán v. jarðakaupa á Eyrarbakka og Stokkseyri

254500

Lán til vega og brúagerða ...........

85000

Aukin skuld í Handelsbanken

162000

12241000

54178920

= Greiddar skuldir:

1. Afborganir fastra lána:

Greitt af ríkissjóði

1064837

— — bönkum ......................

28687

- - síldarverksmiðjum ……….

99675

1451383

2. Greitt lán hjá Barclaysbank frá 1931

1491120

3. Greiddar lausaskuldir:

Barclays Bank ..

2231286

Búnaðarbanki, víxlar ... ... ..

1600000

Greitt Landsbanka v. skuldar v. Landmandsbanken

2500000

Landsbanki ............

795585

4876871

7819374

46359546

Til samanburðar við skuldir 1934 má draga frá sem eignaaukningu:

1. Hluti Útvegsbanka af Hambrosláni

3653000

2. Innlagt á hlr. í Lb. v fiskimálasjóðs

378995

4031995

Skuldir í árslok 1935

42317551

Skuldir í árslok 1934

41937920

Aukning:

379631

6 millj. kr. En segja verður, að vel hafi miðað í þá átt að ná fullum greiðslujöfnuði, eins og þær tölur, sem ég hefi lesið, bera gleggst vitni um.

Hlutverk gjaldeyris- og innflutningsnefndar hefir verið tvíþætt: Annarsvegar að vinna að lækkun heildarinnflutnings til landsins, að svo miklu leyti, sem fært þykir. Í því starfi hefir n. mætt margháttuðum örðugleikum á árinu, sem leið, m. a. verðhækkun erlends varnings síðara hluta ársins, óeðlilegum vörukaupum, sem nauðsynleg eru vegna viðskiptanna við Suðurlönd, Spán og Ítalíu, og mikinn innflutning útgerðarvara, sem ekki verða hér taldar. Fleiri erfiðleikar hafa og orðið á vegi n.

Þegar aðstæður allar eru metnar, verður eigi annað sagt en að n. hafi tekizt vel að leysa þennan þátt hlutverks síns, þótt enn lengra virðist óhjákvæmilegt að ganga í þessu máli.

Að öðrum þræði hefir það verið hlutverk n. að skipuleggja utanríkisverzlunina, færa innkaupin sem mest til þeirra landa er kaupa meira af okkur en við af þeim. Þetta er miklum örðugleikum háð. Gömul verzlunarsambönd þarf að slíta og mynda önnur ný. Einnig fylgir þessu oft á tíðum, að innkaupin þarf að færa þaðan, sem þau eru hagkvæm, og til þeirra landa, sem selja dýrara, vegna þess að þau lönd kaupa okkar vörur. N. hefir orðið mjög mikið ágengt í þessari skipulagningu verzlunarinnar, og kemur það greinilega í ljós í skýrslum þeim, er hagstofan hefir gefið út um inn- og útflutning. Þannig hafa innkaupin í Þýzkalandi aukizt um 600 þús. kr. þrátt fyrir heildarlækkun innflutningsins, og þar með hafa skapazt möguleikar til sölu á íslenzkum afurðum í Þýzkalandi fyrir atbeina n. Kemur þetta m. a. fram í aukinni sölu landbúnaðarafurða á þýzkan markað frá því, sem verið hefir. Þá hafa innkaup okkar frá Svíþjóð aukizt um 390 þús. kr., innkaup okkar á Spáni um nálega 1 millj. kr. og um 900 þús. á Ítalíu. Hinsvegar haft innkaup okkar minnkað til muna í þeim löndum, sem kaupa minna af okkur en við af þeim, einkum í Bretlandi og Danmörku. Innflutningur frá Bretlandi hefir minnkað um rúml. 2 millj. kr. og frá Danmörku um 2 millj. kr. tæplega þó.

Í sambandi við þessar upplýsingar þykir mér rétt að geta þess, að nokkru aðkasti hefir verið beint til n. fyrir það að leyfa innflutning á vörum, sem segja má, að séu óþarfar, á sama tíma, sem neitað er að einhverju leyti um innflutning á vörum, sem telja mætti nauðsynlegar. Þannig stendur á þessu, að í viðskiptasamningnum við Spán, er gerður var árið 1934, var ákvæði um, að ekki mætti synja um innflutning frá Spáni, þótt um þær vörutegundir væri að ræða, er út af fyrir sig mættu teljast ónauðsynlegar. Bar þá að skoða þessi viðskipti sem endurgjald fyrir fiskmarkað okkar á Spáni. Sá samningur er nú ekki lengur í gildi. Óvinir innflutningshaftanna hafa reynt að koma inn tortryggni í garð innflutningsnefndarinnar í sambandi við innflutning á þessum ónauðsynlegu vörum. Verður hinsvegar að treysta því, að þeir, sem viðurkenna nauðsynina á því að lækka innflutninginn, geri sitt til að leiðrétta slíkar missagnir.

Eins og ég gat um áðan, mun því miður ekki verða hjá því komizt að herða enn á innflutningshöftunum. Skapar þetta að vísu nokkra röskun í landinu, en hjá því verður ekki komizt. við því er ekki hægt að búast, að útflutningur þessa árs verði meiri en ársins næst á undan, og er það því staðreynd, sem hægt væri að skýra með tölum, ef nánar væri út í slíkt farið, að ef greiðslujöfnuður ætti að nást með ekki meiri útflutningi en nú er, verður ekki hægt að veita leyfi til kaupa á öllum þeim vörum frá útlöndum, er til þessa hafa verið taldar nauðsynlegar. Er af þessu ljóst, að ef ekki er hægt að halda útflutningsverðmætinu í þessu lágmarki og heldur auka það, þá verður þjóðin að breyta um lifnaðarhætti. Það er því mjög áríðandi að ötullega sé að því unnið að leita nýrra markaða fyrir íslenzkar framleiðsluvörur og reyna að auka útflutninginn. Að þessu er og hefir verið unnið með stuðningi ríkisstj., og það með sýnilegum árangri. Sem dæmi um hinar nýju leiðir í framleiðslu- og söluháttum, má benda á karfaveiðarnar, sendingu á frystum fiski til Norður-Ameríku, o. fl. mætti í þessu sambandi upp telja. En búast má við miklum innflutningserfiðleikum á meðan unnið er að öflun nýrra markaða í stað þeirra, sem tapazt hafa.

Út af þeim umr., sem fram hafa farið um innflutningshöftin fyrr og síðar, vil ég hér leggja áherzlu á, að í raun og veru er um 2 leiðir að ræða til þess að ná greiðslujöfnuði við útlönd. Önnur leiðin er sú, sem háttv. stjórnarandstæðingar telja sig fylgja. Hún er sú að minnka kaupgetu almennings í landinu svo, að eftirspurn eftir erlendum varningi stöðvist af getuleysi fólksins til að kaupa. Hin leiðin, sú, sem stjórnarflokkarnir hafa valið sér, er að hefta vöruflutninginn með lagafyrirmælum, en halda uppi kaupgetunni í landinu með sem mestum verklegum framkvæmdum og stuðningi við atvinnuvegina. Menn verða því að gera sér það ljóst, að innflutningshömlurnar mynda grundvöllinn fyrir því, að hægt sé að gera ráðstafanir til tekjuauka fyrir almenning, án þess að eiga það allt of mikið á hættu, að greiðslujöfnuðurinn versni. Skilji menn þessa staðreynd, verður auðveldara fyrir menn að taka því með jafnaðargeði, þótt eigi sé hægt að fá allar þær erlendar vörur, er menn gjarnan vildu veita sér. Hið rétta viðhorf til innflutningshaftanna fyrir almenning er því ekki að beita sér gegn þeim og torvelda framkvæmd þeirra, þótt þeirra vegna vanti sumar vörur, heldur hið gagnstæða, sökum þess að þau koma í veg fyrir, að grípa þurfi til þeirra neyðarráðstafana að takmarka innflutninginn með því að minnka kaupgetuna. Menn verða að leitast við að nota í stað erlendu varanna innlendar iðnaðarvörur og landbúnaðarvörur og stuðla þannig að uppbyggingu iðnaðarins til þess að minnka atvinnuleysið og stuðla að bættri afkomu bændastéttarinnar. Að þessu hvorutveggja miða innflutningshöftin.

Á þinginu í haust deildu hv. andstæðingar mjög á mig fyrir framkvæmdir í gjaldeyrismálunum og töldu, að ekkert gagn myndi verða að starfi innflutnings- og gjaldeyrisnefndar og greiðsluhallinn mundi verða engu minni en á árinu 1934; en þá var hann 10–11 millj. kr. Þetta mál var af hálfu andstæðinganna flutt af hinu mesta ofurkappi. Ég svaraði þá með því að óska eftir, að þeir biðu niðurstöðunnar frá árinu 1935, og myndi þá koma í ljós, að mjög hefði miðað í áttina til þess að ná greiðslujöfnuði við útlönd. Ætla ég nú, að sú niðurstaða, sem skýrt hefir verið frá, sýni, að úr gildi eru fallin þau stóryrði, sem hv. stjórnarandsfæðingar létu falla um þetta mál á síðasta þingi. Þykir mér rétt að geta þess hér til gamans, að nokkuð hefir kveðið við annan tón hjá stjórnarandstæðingunum nú undanfarið en í haust, t. d. kom í Morgunbl. föstudaginn 7. febr. 1936 grein um verzlunarjöfnuðinn. Þar segir svo: „Árið 1934 var óhagstætt. Þá söfnuðum við milljónaskuldum erlendis. Sl. ár var einnig óhagstætt. ef miðað er við þær skuldbindingar, sem við verðum að standa straum af. Greiðslujöfnuðurinn er ennþá óhagstæður. En við erum á réttri braut. Að því verður að keppa, að við hættum að safna skuldum erlendis og förum að greið, af gömlu skuldunum.“

Í þessari Mbl.grein er það hreinlega játað, að við, þ. e. a. s. við Íslendingar, séum á „réttri braut“ í þessu stórmáli, og það undir stjórn þeirra, sem nú fara með völdin. Þessi ummæli stinga nokkuð í stúf við fyrri skrif og ummæli hv. stjórnarandstæðinga. Man ég ekki betur en að formaður Sjálfstfl. léti svo um mælt í eldhúsumr. síðustu, að í gjaldeyrismálunum væri ég kominn mjög afvega og staddur í fordyri hins verst, staðar.

Ég vil þá víkja að fjárlagafrumv. fyrir árið 1937. Um það get ég verið mjög stuttorður, þar sem það er samið eftir sömu meginreglum og fjárlagafrumv. fyrir árið 1936 og í öllum höfuðdráttunum eins. Greiðslur samkv. þessu frumv. og tekjur eru nær jafnháar og samkv. fjárl. fyrir 1936. Einstakir liðir hafa verið færðir til samræmis við fengna reynslu. Einn liður hefir þó verið hækkaður nokkuð frá því, sem verið hefir, en það eru afborganir lána. Hefir sá liður orðið að hækka um 200 þús. krónur. Þar af er afborgun af enska láninu nýja kr. 117 þús., en 80 þús. kr. eru afborgun af vega- og brúagerðalánunum.

Til fróðleiks er rétt að geta þess, að síðan 1934, er núv. stj. tók við völdum, hafa afborganir samningsbundinna lána hækkað um 400 þús. kr., og er það allt vegna skuldbindinga. er gerðar voru áður en núv. stjórn tók við völdum. Einnig er rétt að geta þess, að í þessu frv. er gert ráð fyrir lækkun á ríkisskuldum um 1 millj. og 200 þús. kr.

Við samningu fjárlagafrv. fyrir árið 1935 gerði ég í fyrsta sinni tilraun til að hafa fjárlög í sem beztu samræmi við reynsluna. Þessum tilraunum hefir verið haldið áfram við samningu þessa frv. og komi ekki eitthvað sérstakt fyrir, hygg ég, að minni umframgreiðslur ættu að verða á árinu 1937 en áður.

Í samræmi við stefnu stj. er gert ráð fyrir í þessu frv. mjög svipaðri greiðslu til verklegra, framkvæmda og til atvinnuveganna og í fjárl. fyrir 1936, en eins og kunnugt er, verða framlögin til þessara mála aukin á árinu 1936 frá því, sem var 1935. Álítur stjórnin eigi unnt að komast hjá að sinna þeirri þörf, sem nú er á verulegum framkvæmdum og framlögum til styrktar smáframleiðslu landsmanna. Er ríkisstj. þess fullviss, að þótt þessi stefna hafi nokkur fjárútlát í för með sér til ríkissjóðs, sem þó bitna aðallega á þeim, sem betur mega, þá er hún heppilegri fyrir þjóðarheildina en sú stefna, andstæðinganna að skera allt niður, er til atvinnuveganna á að fara eða verklegra framkvæmda, og sem hlyti að auka atvinnuleysið og gera afkomu smáframleiðendanna verri.

Núverandi ríkisstj. telur það sitt hlutverk að stöðva skuldasöfnun við útlönd og hallarekstur ríkissjóðs, jafnhliða því, sem hún sinnir sem mest þeim eðlilegum óskum, sem fram eru bornar um aðstoð ríkisvaldsins, þar sem erfiðleikar eru fyrir. Engum mun um það hugur blandast, að það er margháttuðum erfiðleikum bundið að ná því marki, sem að er keppt í þessu efni. þar sem viðskiptahalli við útlönd hefir verið mikill og greiðsluhalli ríkissjóðs tilfinnanlegur. Hér við bætist svo það, að úr öllum áttum berast kröfurnar á ríkissjóð og sífellt er gert ráð fyrir meiri og meiri aðstoð af hans hálfu. Nú hafa verið lagðar fyrir niðurstöður ársins 1935, sem sýna verulegar breytingar frá því, sem áður var — greiðsluhalli ríkissjóðs lækkaður um yfir 2 millj. kr. og allverulegum rekstrarafgangi náð í fyrsta sinn um nokkur ár. Ennfremur það, sem ef til vill skiptir meira máli, að verzlunarjöfnuðurinn hefir batnað um 6 millj. kr. enda þótt útflutningur hafi fremur lækkað. Það er ekki mitt að leggja dóm á það, hvort árangurinn af starf stj. á þessu fyrsta heila ári, sem hún hefir starfað, err mikill eða lítill. Ég vil aðeins benda á það að hann verður að metast með hliðsjón af þeim utankomandi erfiðleikum, sem íslenzka þjóðin hefir mætt á árinu sem leið.

Enginn veit, hvernig árið, sem er að byrja. verður fyrir Íslendinga. Margt bendir til þess, eins og áður er á drepið, að það verði erfitt og að auka þurfi þar af leiðandi ýmsar hömlur, sem eru hvimleiðar, en alveg óhjákvæmilegar eins og nú stendur. Hinsvegar er enginn vafi á því að íslenzka þjóðin hefir oft átt við meiri erfiðleika að stríða en nú og sigrazt á þeim. Við Íslendingar munum vafalaust sigrast enn á erfiðleikunum. Sú margháttaða viðleitni, sem fram kemur hjá fjölda manna í því að koma upp nýjum atvinnurekstri og að notfæra sér þau gæði náttúrunnar, sem áður hafa verið ónotuð. sýnir það, að menn hafa ekki tapað trúnni á landið og gæði þess. Þess vegna er sigurinn vís, þótt að kunni að kreppa í bili.