06.03.1936
Neðri deild: 17. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 386 í B-deild Alþingistíðinda. (359)

21. mál, botnvörpuveiðar

*Pétur Ottesen:

Ég fæ ekki skilið, hvernig hv. flm. getur sagt, að þessi brtt. sé teygjanleg. Ég hélt, að hún tæki alveg út yfir það, sem hann sagði, að tilgangurinn væri hjá sjútvn. Brtt. inniheldur ekkert annað en það, sem hv. flm. sagði sjálfur, og ég einnig fellst á, að rétt sé.

Hér er um svo varhugavert málefni að ræða, að allur er varinn góður í þessu efni. Auk þess er það miklu auðveldara fyrir ráðh. að veita þessar undanþágur með því að styðjast við ákveðnara orðalag heldur en það var frá hálfu n. Og þessi brtt. mín miðar að því að gera orðalagið ákveðnara. Hv. flm. gaf þá skýringu við 2. umr. á stefnu frv., sem gekk í sömu átt og brtt. n. vænti ég því, að hv. d. samþ. brtt. mína.