10.03.1936
Efri deild: 20. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 418 í B-deild Alþingistíðinda. (434)

50. mál, eftirlit með útlendingum

1) Atvmrh.:

Ég tel að eftir frv. eins og það er sé ekki vegabréfsskylda, heldur sé það á valdi ráðh., hvort hann krefst þess eða lætur nægja önnur skilríki, er hann telur fullkomin. Hinsvegar tel ég, ef brtt. verður samþ., ekki hægt, eða a. m. k. mjög hæpið, að unnt sé að heimta vegabréf, og segi því nei.