23.03.1936
Neðri deild: 31. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 419 í B-deild Alþingistíðinda. (442)

50. mál, eftirlit með útlendingum

Frsm. (Héðinn Valdimarsson):

Frv. þetta er flutt í Ed. og samkv. ósk hæstv. dómsmrh. var því breytt í d., þó ekki mikið. Allshn. þessarar d. hefir athugað frv. og leggur með því, að það nái fram að ganga svo að segja óbreytt. Aðeins er ein lítil brtt. við 5. gr., að í stað orðanna „flytur úr einu lögsagnarumdæmi í annað“ komi „skiptir um bústað,“ þegar um tilkynningu til lögreglustjóra er að ræða. — Yfirleitt er tilgangur þessa frv. að skerpa eftirlitið með útlendingum, en því hefir verið ábótavant.