07.04.1936
Sameinað þing: 11. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 118 í B-deild Alþingistíðinda. (51)

1. mál, fjárlög 1937

Forseti (JBald):

Forseti vili vekja athygli þingflokkanna og ræðumanna á því, að til þess er ætlazt, að ræðutími falli sem jafnast í hverri umferð á flokka. Þó verður hnikað til, þegar um fárra mínútna mun er að ræða, og þeim mínútum bætt við eða þær dregnar frá í næstu umferð. En þegar komið er að síðustu umferð, þá er til þess ætlazt, að ræðutími sé sem allrajafnastur, eða að enginn þingflokkur eigi þá meira svo nokkru nemi, en þrjá stundarfjórðunga, svo að flokkur geti eigi þá haft margfaldan ræðutíma móts við aðra flokka. Er hér með beint til þingflokkanna að sjá um, að þetta geti orðið svo, svo forseti þurfi eigi að skipa fyrir um nákvæman ræðutíma. Geta ræðumenn ávallt feng- ið að vita hjá forseta, hvað ræðutíma flokka þeirra liður, og hagað lengd ræðutíma eftir því.

Þá vill forseti ennfremur vekja athygli ræðumanna á því, að þeim ber í umr. að kenna þm. við kjördæmi, svo sem fyrirskipað er í þingsköpum.