01.04.1936
Efri deild: 39. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 476 í B-deild Alþingistíðinda. (541)

7. mál, þingsköp Alþingis

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég vildi óska þess, að málinu yrði ekki frestað. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu, að það sé nú afgr. til 3. umr. Það er hægt fyrir hv. n. að athuga það nánar milli umr., ef henni finnst þörf á því. En málið er nú búið að vera svo lengi í n., að óþarft er að tefja það. Ég legg áherzlu á, að málinu verði flýtt, svo að það hafi fengið fullnaðarafgreiðslu fyrir páska. Verður þá strax leitað staðfestingar konungs á því, svo að lögin geti komið til framkvæmda þegar að afstöðnu páskafríi, og gæti það orðið til þess að stytta að mun seinni hl. þings og spara þannig fé. Af þessari ástæðu er ég því algerlega mótfallinn, að málið sé nú tekið út af dagskrá.