06.04.1936
Efri deild: 44. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 502 í B-deild Alþingistíðinda. (594)

102. mál, alþýðutryggingar

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég hefi enga fyrirskipun getið um það, að taka til greina menn á aldrinum 60–67 ára samkv. 6. kafla frv., og mun ekki gera. En af því, sem fyrir liggur, er það ljóst, að flest af því fólki, sem fengið hefir ellistyrk áður á umræddum aldri, hafi þegar tapað helming starfsorku sinnar og eigi því rétt á örorkustyrk. Ég hefi því lagt fyrir sveitarstjórnir að láta fara fram athugun um þetta atriði.

Ég skal játa það, að aldurslágmarkið í ellitryggingunum, 67 ár, er allt of hátt, en hefði það verið lækkað niður í t. d. 60, hefði orðið að hækka iðgjöldin að stórum mun. En vegna þeirra ákvæða í örorkutryggingarbálknum, að þeir, sem hafa misst starfsorku sína að hálfu eða meira, líka sökum elli, skuli fá styrk, verður þetta lágmark þolanlegt í bili.