06.04.1936
Efri deild: 44. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 502 í B-deild Alþingistíðinda. (595)

102. mál, alþýðutryggingar

Magnús Guðmundsson:

Ég vil benda á það, að með síðustu ræðu sinni viðurkennir hæstv. ráðh. að einhverjir muni verða útundan. (Atvmrh.: Það er hugsanlegt). Það er meira en hugsanlegt. Það er auðsær hlutur, en þetta sýnir, að lögin eru vanhugsuð og afturför frá því, sem var áður samkv. lögum um alm. ellistyrk.