21.03.1936
Efri deild: 30. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 503 í B-deild Alþingistíðinda. (606)

71. mál, afmáning veðskuldbindinga úr veðmálabókum

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Þetta frv. er shlj. lögum, sem sett voru á þinginu 1933, um sérstaka heimild til þess að afmá veðskuldbindingar úr veðmálabókum. Ástæðan til þess að það er hér flutt, er sú, að í sumum lögsagnarumdæmum hefir ekki verið notuð sú heimild, sem veitt var í lögunum frá 1933. Og þar sem það verður að teljast nauðsyn að hreinsa úr veðmálabókunum þau skuldabréf, sem hér um ræðir og flest eru ónýt eða úr gildi gengin, þá hefir hv. flm. talið rétt að endurnýja heimildina. Og allshn. er honum sammála um þetta og telur rétt, að þessi aðferð sé viðhöfð í öllum lögsagnarumdæmum landsins.

N. flytur aðeins eina brtt. við frv. þess efnis, að sú hreinsun, sem ætlazt er til, að gerð verði í veðmálabókunum, þurfi ekki að fara fram á ný í þeim lögsagnarumdæmum, þar sem hún nú hefir verið framkvæmd samkv. heimild í lögunum frá 1933. N. telur ekki ástæðu til þess t. d. hér í Reykjavík, þar sem þessari hreinsun er nú lokið. N. hefir því orðið ásátt um að leggja til, að orðin „og í Reykjavík lögmaður“ falli burtu, en í staðinn komi: í þeim lögsagnarumdæmum, þar sem ekki voru afmáðar veðskuldbindingar úr veðmálabókum samkv. lögum nr. 20 1933. Þetta raskar ekki, að því er n. finnst, tilgangi hv. flm. með frv., og er því sjálfsagt að samþ. brtt.