06.03.1936
Efri deild: 17. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 509 í B-deild Alþingistíðinda. (654)

19. mál, eyðing svartbaks

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Í 4. gr. þessa frv. er svo ákveðið, að ríkissjóður greiði helming skotmannslauna, ef ákveðið er að eyða svartbak með skotum, en sýslusjóður og hlutaðeigandi sveitarsjóður sinn fjórðung hvor. En ég get ekki séð ástæðu til þess, að ríkissjóður taki þátt í þessum kostnaði, þar sem þetta er fyrir einstök héruð, og að verulegu leyti í þágu þeirra manna, sem á þessum svæðum búa, og þess vegna finnst mér eðlilegt, að sýslusjóður og hlutaðeigandi sveitarsjóður beri þennan kostnað að öllu leyti. Ég hefi því leyft mér að semja skrifl. brtt. um þetta, og vona ég, að hv. d. leyfi að hún komi til úrslita við atkvgr. um málið. Brtt. er við 4. gr., og er um það, að fyrri málsgr. orðist þannig: „Nú er ákveðið í samþykkt að eyða svartbak með skotum, og greiðir þá sýslusjóður og hlutaðeigandi sveitarsjóður sinn helming skotmannslauna hvor.“