17.04.1936
Efri deild: 50. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 538 í B-deild Alþingistíðinda. (703)

19. mál, eyðing svartbaks

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég vil í sambandi við ummæli hv. þm. Dal. taka það fram, að mér sýnist í 3. gr. frv. mjög vera kreppt að valdi ráðh. til þess að fá samþykktum sýslunefnda breytt eða neita að staðfesta þær. Þar segir, með leyfi hæstv. forseta: „Nú er samþykkt send, ráðh. til staðfestingar, en í hana þykir vanta nauðsynlega ákvæði, eða hún þykir fara í bága vil gildandi lög eða reglugerðir, og synjar þá ráðh. staðfestingar“. Að öðrum kosti verður ráðh. að staðfesta samþykktina. (ÞÞ: Er ekki svo um allar samþykktir?). Ég verð mjög að efa það, því það er á valdi ráðh. í mörgum tilfellum að segja til um, hvort hann vill staðfesta samþykktir, þó þær fari ekki í bága við gildandi lög. En hér er ráðh. beinlínis skylt að staðfesta samþykktir, ef þær ekki fara í bága við gildandi lög. Einmitt með tilliti til þess, hvað takmarkað vald ráðh. hefir í þessu efni, finnst mér eðlilegt það, sem í brtt. felst, að ef um ómannúðlegar aðferðir er að ræða, sé hægt að synja um staðfestingu. Ég tel eitrun fyrir svartbak, eins og hún var og sennilega mundi verða framkvæmd, ákaflega mikið öðruvísi en ætti að vera, svo ég noti mjög vægileg orð.