08.04.1936
Efri deild: 47. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 562 í B-deild Alþingistíðinda. (746)

18. mál, útsvör

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Út af orðum hv. þm. Dal. get ég upplýst, að fyrir liggur þáltill. um undirbúning löggjafar um heimilisfang. Hefir nokkuð verið unnið að því þegar að semja frv. um þetta efni. En ég sé ekki ástæðu til að hlutast til um, að það verði nú lagt hér fyrir d. Mér hefir skilizt á n., sem skipuð var til að gera till. um tekjustofna sveitar- og bæjarfélaga, að hún myndi snúa sér að því að athuga útsvarslistana, og mætti þá um leið taka til athugunar l. um heimilisfang.