16.04.1936
Sameinað þing: 13. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 199 í B-deild Alþingistíðinda. (76)

1. mál, fjárlög 1937

*Frsm. fyrri kafla (Jónas Guðmundsson):

Í áliti fjvn. á þskj. 288 er gerð grein fyrir niðurstöðum fjárlaganna eins og þær myndu verða, ef brtt. fjvn. yrðu samþ. Myndi þá verða um 400 þús. kr. halli, og eins og þar er tekið fram, hyggst fjvn. að jafna þetta við 3. umr., og telur það hægt vegna þess að nokkrir tekjuliðir frv. séu lægra áætlaðir heldur en líklegt sé, að þeir reynist. Þetta er samkv. þeim upplýsingum sem n. hefir fengið, og verður reynt að samræma það við 3. umr. og bera fram till. um hækkun á þessum liðum.

Ég sé ekki ástæðu til að gefa mikið yfirlit yfir þessar till. Það er gert í nál., og ég býst við, að allir hv. þdm. hafi lesið það. Ég skal þó víkja nokkrum orðum að þeim brtt., sem til heyra fyrri kafla frv., fram að 17. gr.

Fyrsta brtt. er um alþingiskostnaðinn, og er hann lækkaður úr 245 þús. niður í 220 þús., er þetta gert með tilliti til þess, að ef þingi lýkur nú um mánaðamótin, þá verður þingtíminn svipuður og hann var árið 1934, og þá kostaði þingið 220 þús., og þá óþarft að hafa þá kostnaðaráætlun hærri. Nú mætti ætla, að næsta þing verði svipað, ef það verður sem vænta má, haldið á sama tíma árs og ekki verður þingfrestun, eða önnur ófyrirsjáanleg atvik koma fyrir, og myndi því þessi kostnaður ekki fara fram úr áætlun, og er þarna 25 þús. kr. munur frá því, sem er á frv.

2. brtt. er aðeins leiðrétting, þannig að skattanefndir eru teknar inn í frvgr. ásamt yfirskattanefnd og skattstofu Reykjavíkur, en nú er svo ákveðið í lögum frá 1934 að skattanefndir eigi að fá greiðslu fyrir störf sín, og verður því að telja rétt, að þessi greiðsla sé tekin þarna inn á fjárlög.

Um 3.–15. brtt. má segja það, í einu lagi, að þær séu allar leiðréttingar. — 3. brtt., stafliður a. er um utanfararstyrk til manns, sem undanfarið hefir stundað lyflækninganám erlendis, og er talið, að hann þurfi að halda því námi áfram um eitt ár enn til þess að fullnuma sig. b-liður till. ber það með sér, til hverra sá styrkur á að fara og í hvaða skyni hann er veittur.

15. brtt. ræðir um lækkun á framlagi til Reykjahælis, og stafar hún af því, að dagpeningar eru áætlaðir 4 kr. á dag, í stað þess að áður voru þeir áætlaðir kr. 4.50 á dag.

Kem ég þá að l6. brtt., og er þar nokkuð breyt frá því, sem var í frv., er þarna áætlaður sparnaður á ríkisspítölunum, þannig að 10% reiknist frá öllum rekstrarkostnaði, nema föstum launum starfsmanna. Í fyrra var farið inn á sömu braut, en þá voru laun starfsmanna tekin með, en það þykir nú sýnt, að engu verði um þokað að því, er launin snertir. Nú hefir fjvn. aðeins áætlað sparnaðinn á þeim liðum, sem hreyfanlegir eru á hverjum tíma. — Annars eru þetta aðeins áætlunarupphæðir, og fer í reyndinni eftir því, hve vel tekst að fara með fé spítalanna.

Um 17. brtt. er það að segja, að þar er hækkun um 2400 kr., og er þessi hækkun skýrð í nál., þar sem sagt er frá því, hvaða sjúkraskýli fái styrkinn og hvernig hann eigi að skiptast, og heildarupphæðin tekin þar upp.

Um 18. brtt., um 3500 kr. styrk til Rauðakross Íslands, til sjúkraskýlis sjómanna í Sandgerði, lokagreiðslu, vil ég taka það fram, að af vangá féll þessi fjárveiting niður af fjárlögum fyrir árið 1936, en forstöðumaður Rauðakross Íslands hefir sagt n., að þeir geti ekki fullgert þessa byggingu, nema að þeir fái til þess 7000 kr. styrk og 3500 kr. voru veittar til þessa á fjárlögum fyrir árið 1935, en ekkert árið 1936. Nú gerir fjvn. ráð fyrir, að þetta verði tekið upp í fjárlög fyrir árið 1937, til þess að verkið geti haldið áfram.

Um 19. og 20 brtt er það að segja að 19. brtt. er hækkun úr 3500 kr. 5000 kr. Er þetta gert með tilliti til þess, að inn á þann lið verði tekinn sérstakur sjúklingur, sem á erfitt með að bjargast án opinberrar hjálpar.

Þá eru 21.–35. brtt. eru það breyt. á tillagi til vega, og eru þar fáir nýir liðir. Að vísu er þar tekinn upp Suðurdalavegur með 6500 kr., og hefir hann ekki verið áður, og eins Bolungavíkurvegur, sem er ekki er annað en ræktunarvegur en byrjun á þjóðvegi. Þótti rétt að taka þessa fjárveitingu nú upp, vegna ræktunar þorpsbúa, svo að vegurinn yrði sem fyrst að gagni. Um hinar till. má segja, að þær eru flestar miðaðar við það, að vegakerfinu miði svipað áfram á árinu 1937 eins og 1936, og sumar eru miðaðar við það að lokið verði ákveðnum vegagerðum, og geri ég ráð fyrir, að hv. þm. séu svo kunnugir að þeir skilji tilgang fjvn. með þessum till.

36. og 37. brtt. eru aðeins leiðréttingar. Liðirnir eru færðir til af því að það þótti óviðkunnanlegt að hafa þá þar, sem þeir eru nú, en breyt. á upphæðum eru þar engar.

Sama má segja um 38. brtt.,að þar er aðeins leiðrétting. Í frv. er vísað til laga, sem nú eru úr gildi og þykir fjvn. rétt að setja þetta svona inn í frv.

39. till. er umorðun á styrk til H/f. Skallagríms í Borgarnesi. Þar sem fjárveitingar eru þannig bundnar til margra ára. þykir réttara, að það sjáist án fyrirhafnar á fjárlögum, hve mikið er eftir á hverjum tíma.

40. till. er aðeins leiðrétting á ártölum.

Um 41 brtt. er sama að segja eins og um styrkinn til H/f. Skallagríms, þar er þess getið til skýringar hvar í röðinni sú greiðsla sé, sem þar er innt af höndum.

Þá er 42. brtt., og er hún langmest af öllum brtt. n., og er viðvíkjandi hafnargerðum. Fyrir fjvn. lágu margar beiðnir um hjálp til hafnargerða, og reyndi n. að ná samkomulagi og koma til móts við kauptúnin, sérstaklega með tilliti til þess, að árið í ár hefir orðið erfitt fyrir þorpin, og veitti þeim þess vegna ekki af því að fá þessa hjálp til þess að auka nokkuð atvinnu og afkomumöguleika þorpsbúa.

Fjvn. hélt þeim sið, sem tekinn var upp á síðasta þingi, að tilfæra í fjárlagafrv. hverja veitingu fyrir sig. og er það breyt. frá því, sem áður var. Því þá var fjárveitingin öll tekin í einu lagi, og síðan skipt af stjórninni milli hinna einstöku staða. Við teljum það miklu réttara, að þessu fé sé úthlutað af fjvn. sjálfri, svo að ekki verði um það villzt, hvaða staðir eigi að fá styrk á hverju ári. — Um einstakar fjárveitingar á þessum lið tel ég óþarft að fjölyrða, þær hafa flestar verið ræddar hér áður, en hinar teknar upp vegna þeirrar miklu nauðsynjar, sem á því er fyrir þorpin að fá þessa hjálp. Verði eitthvað um þetta rætt, mun ég svara til þess svo sem þarf, en sé annars ekki ástæðu til þess að fara nánar inn á það.

Þá er 43. brtt., og er það síðasta brtt. við þennan kafla frv. Er það styrkur til sjóvarnargarðs á Flateyri. Þessi styrkur stóð áður á fjárlögum árið 1935, en féll niður árið 1936.

Þær brtt. einstakra þm., sem snerta þennan kafla fjárlaganna, sé ég ekki ástæðu til að minnast á, fyrr en þeir hafa talað fyrir þeim og fjvn. hefir haft fund um þær og tekið afstöðu til þeirra. Ég fjölyrði svo ekki um þessar till. vænti ég þess, að hv. þm. lifi á þá erfiðleika, sem nú eru fyrir höndum með ríkisfé, og stilli kröfum sínum í hóf.

Það er rétt að geta þess, að fjvn. hefir, eins og tekið er fram í nál., látið bráðabirgðatekjustofna ríkissjóðs, sem eru á fjárlögum fyrir árið 1936, halda sér óbreytta á þessum fjárlögum. En hvort svo verður, fer vitanlega eftir því, hvort þingið vill láta þessa tekjustofna haldast og framlengir bráðabirgðaákvæðin, en fjvn. hefir ekki viljað fella þetta úr fjárlögum, en verði þingið ekki búið að samþ. framlengingu þessarar tekjuöflunar fyrir 8. umr., þá verður það vitanlega fellt niður.