18.04.1936
Efri deild: 51. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 575 í B-deild Alþingistíðinda. (790)

80. mál, skotvopn, skotfæri o. fl.

Þorsteinn Þorsteinsson:

Hv. frsm. gat þess, að hér sé gamall kunningi á ferð. En mér finnst nýr draugur að koma fram. Ég talaði um þetta mál, þegar það var á ferð í vetur, en ætlaði ekki að lengja umr. nú, en ég vil geta þess, að ég býst við að koma með brtt. við 3. umr., t. d. það, að menn þurfi ekki að sækja um sérstakt leyfi og náð hjá sýslumönnum og stjórnarráði til þess að hafa fjárbyssur á heimilum sínum. (IngP: Sjálfsagt að leyfa byssur til þess að skjóta svartbakinn með).