06.04.1936
Efri deild: 43. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 598 í B-deild Alþingistíðinda. (849)

88. mál, vegalög

*Frsm. (Jónas Jónsson):

Ég ætla að svara hv. 1. þm. Skagf. með fáeinum orðum og vil þá fyrst víkja að því, að við flm. höfum ekki séð okkur fært að gera till. um að fella úr gildi l. um Þrengslaleiðina. Það hefir ekki ennþá unnizt tími til að rannsaka svo hina nýju leið, að það megi búast við, að ríkisstj. sjái sér fært að taka á móti lögum, sem loka fyrir það, að leiðin um Þrengslin verði notuð. Þess vegna finnst okkur flm. frv., að ef það nær samþykki þingsins, þá muni stj. láta rannsaka leiðirnar, svo að nú í sumar verði hægt að taka ákvörðun um það, hvort nú eigi að leggja fé á yfirstandandi fjárlögum í gömlu leiðina um Þrengslin eða velja þessu nýju leið. Ég vona nú, að hv. 1. þm. Skagf. sjái, að það var ekki réttmætt að taka þetta fastari tökum.

Þá sagði hv. 1. þm. Skagf., að sér fyndist það illa samræmanlegt, að ég hafi verið með því í fjvn. í vetur að lækka nokkuð hámarksframlag til sýsluvega, en sé svo með því nú að stækka vegakerfi ríkisins. Ég gekk inn á það þá ásamt samnm. mínum, þar á meðal hv. 1. þm. Skagf., sem líka er í fjvn., sem litu svo á að nú í bili væri það heppilegra að nota ekki að öllu álagningarmöguleikana í sýslunum. En eins og hv. þm. veit, nær þessi ákvörðun aðeins til yfirstandandi árs, og er þess vegna alveg laus frá því, hvort nú eð, í framtíðinni sé hægt að leggja mikið eða lítið til vega. Það er rétt um sumt af þeim brtt., sem fluttar eru fram, eins og t. d. um Útskálaveginn eða Sandgerðisveginn, hann kostar vitanlega töluvert mikið. Allur þorrinn af hinum vegunum kostar ekki neitt, og verður ekkert skipt sér af þeim hvorki til né frá, fyrr en þingið sér sér fært að veita fé til þeirra. Þannig er í sjálfu sér engin ákvörðun tekin um það með þessum till. (MG: Jú, það er skylda að halda þeim vel reiðfærum, eftir að þeir eru lögfestir). Ég tek t. d. Nesveginn, um Breiðuvík að Sundi. Það er ákaflega vel reiðfær vegur, og ekkert viðhald, sem kemur til greina á honum, því við hann verður ekkert gert annað en það, sem gert verður með nýlagningu. En það hefir mikla þýðingu fyrir þá á Sundi að vita, að þarna eigi að koma vegur, og fyrir nokkrum árum var mikill áhugi hjá þeim á Sandi og þeir voru búnir að lofa miklu vinnuframlagi til þess að koma þessum vegi áleiðis. Sá viðhaldskostnaður, sem hægt er að reikna með á vegum, sem hér er talað um, sem búið er að gera, er t. d. á Flóaveginum og Sandgerðisveginum. Aftur á móti er ekkert viðhald á Landveginum, og þannig er það víðar. En það er nú svona, að t. d. í kjördæmi hv. 1. þm. Skagf. er ekki hægt að neita því, að héraðið vanti tilfinnanlega þess, vegi, sem þarna er talað um, og með þeirri þekkingu, sem ég hefi á Skagafirði, þá veit ég ekki, hvar hv. 1. þm. Skagf. ætlar að finna veg, sem ekki hefir þegar verið tekinn sem þjóðvegur og hefir sambærilega þýðingu fyrir héraðið. Ég þori að fullyrða, að það er enginn vegur utan þjóðvegu, sem liggur þannig í héraði sem þessi og eins sérstök þörf er að leggja eins og þennan. Það er einmitt vegna mjólkurframleiðslunnar, sem er í Skagafirði, og þessi, hluti hins blómlega héraðs hefir orið mikið útundan, og með því fordæmi, sem gefið er í Flóanum, þar sem lagður hefir verið vegur eingöngu til þess, að hægt væri að koma mjólkurafurðunum til bæjarins, þá er ég mjög fylgjandi því, að þessi vegarkafli verði lagður, og annar á Mýrunum, beinlínis til þess að gera framleiðsluna mögulega. Þetta er svona sinn daginn hvort hjá okkur hv. 1. þm. Skagf. Ég hygg, að það hafi verið nú á laugardaginn, sem ég benti honum á, að eftir fáein ár þyrftum við að leggja, 6–7 hundruð þús. kr. í utanríkismál, sem við í raun og veru ekki gætum og ekki þyrftum að borga.

Þá var ég bölsýnn, en hann var bjartsýnn og fann ekkert því til fyrirstöðu, að við hefðum einhver ráð með þau útgjöld. Nú í dag er hann bölsýnn, en ég bjartsýnn. Ég veit, að þjóðin hefir mikla löngun til að fullkomna vegakerfi landsins, og þótt þetta frv. sé ekki um það, þá er það samt nauðsynlegur undirbúningur þess. Hv. þm. var að spauga um, að það væri ekkert rétt að Sunnlendingum nema á pappírnum, en ég hygg, að lagðar séu um 60 þús. kr. á ári til að viðhalda vegum austur í Ölfus, fyrir utan það, að vegamálastjóri er nú með ákaflega stór plön um að reyna að koma Sogsveginum þaðan upp til Þingvalla og álítur, að sá vegur geti orðið einskonar austurvegur. Við höfum beðið eftir því í samgmn. að fá frá honum ákveðnar till. um Sogsveginn, og t. d. hve Rvíkurborg vill leggja mikið til hans, en það skiptir miklu máli, því ég fyrir mitt leyti álít, að ef Reykjavík væri þetta áhugamál, þá ætti hún að leggja fram á móti ríkinu. Þetta er ákaflega mikið áhugamál vegamálastjóra, og ég býst við, að hann leggi til við samgmn., að hún geri till. um þetta fyrir 3. umr. Ég hefi ekki trú á því, að þessi vegur, þótt hann sé mjög nauðsynlegur, geti orðið síðasta orðið um að halda við samgöngunum austur, þess vegna er ég nú fylgjandi þessari nýju línu, sem ég hefi verið að tala um, nema svo fari, að rannsókn leiði í ljós einhverja sérstaka erfiðleika í því efni.

Ég vil svo að síðustu taka það fram, að svo framarlega sem það á að koma til mála að nota þessa snjóminnstu leið, — því það viðurkennir vegamálastjóri, að hún sé, en hann segir, að hún sé löng, og álítur, að það sé stuttur tími af vetrinum, sem snjór hindri það, að hægt sé að far, gömlu leiðina. Þess vegna vill hann ekki umyrðalaust falla frá þeirri línu. En nú eru um 70 þús. krónur á fjárl. til þess vegar, og sú fjárveiting verður varla, notuð heppilega, nema því aðeins, að hægt sé að ákveða nú á miðju sumri, hvar þessi vegur á að liggja. Ég held þess vegna, að aldrei hafi verið fjær sanni að tala um það, að þingið bjóði Sunnlendingum tóman pappír til samgöngumála og vegagerða heldur en einmitt nú, þegar kominn er sá skriður á þetta mál, að hér er áætluð ein stærsta fjárveiting til vega, sem veitt hefir verið á fjárlögum.