24.04.1936
Neðri deild: 55. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 631 í B-deild Alþingistíðinda. (883)

88. mál, vegalög

Thor Thors:

Mér virðist það alleinkennilegt hjá hv. frsm. samgmn., að ekki skuli hafa mátt afgr. frv. mitt, af því að annað víðtækara frv. kom fram í Ed., þar sem þó fullur mánuður var á milli þess, sem frv. komu fram. Þegar ég því bar fram frv. mitt, gat hv. þm. ekki vitað um hitt frv. Þetta eru því engin rök hjá hv. frsm., heldur lítilfjörleg afsökun, sem ekki hefir við neitt að styðjast. Mun ég svo ekki fara frekar út í þetta nú, en ég þykist eiga það inni hjá samgmn. fyrir lélega afgreiðslu frv. míns, að hún taki Eyrarsveitarveginn upp í till. sínar til 3. umr.