29.04.1936
Neðri deild: 59. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 632 í B-deild Alþingistíðinda. (891)

88. mál, vegalög

*Pétur Ottesen:

Það var svo við 2. umr. þessa máls, að ég tók aftur eftir tilmælum frá hv. frsm. samgmn. þá brtt., sem ég bar hér fram við vegalögin. Skildi ég það raunar svo, að hv. frsm. teldi ekki óhugsandi, að hægt væri að fá samkomulag um brtt. En af þessu leiðir það, að ég hefi kannske ekki gert nægilega rækilega grein fyrir þessari brtt. minni því tilfelli, að ég hefði ekki stuðning n. með henni. En ég er ákaflega hræddur við það, að stólarnir, sem eru hér auðir allar götur kringum borðin, muni daufheyrast við tilmælum frá mér um að taka þetta mál til athugunar. Ég hefði því helzt óskað þess til þess að geta sem bezt greitt götu þessarar brtt. minnar, að umr. um frv. yrði nú frestað með tilliti til þess, að það fengjust einhverjar mannverur til að setjast í þessa stóla. Vil ég bera fram tilmæli um þetta við hæstv. forseta, svo að ég fengi tækifæri til að koma brtt. minni á framfæri við þá menn, sem eiga að sitja í þessum stólum.