16.04.1936
Sameinað þing: 13. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 233 í B-deild Alþingistíðinda. (91)

1. mál, fjárlög 1937

*Jakob Möller:

Þessi síðustu orð hæstv. ráðh. geta ekki tilefni til langra andsvara. Ég vildi aðeins taka til athugunar það síðasta, sem hæstv. ráðh. sagði, er hann vildi taka til inntekta fyrir ríkisstj. þá skoðun sjálfstæðismanna, að ríkisstj. vildi áætla tekjustofna fjárl. óhæfilega gætilega, eins og hann komst að orði. Ef hann vili athuga þetta, hlýtur hann að sjá, að þetta þarf ekki endilega að vera viðurkenning á tilgangi ríkisstj. virðist mér sem maður verði að álykta að tilgangur hennar sé ekki annar en sá að fá á þennan hátt til umráða svo eða svo mikla fjárfúlgu, sem hún geti síðan haft óbundnar hendur um, hvernig nota skuli. Þetta er engan veginn lofsvert frá sjónarmiði Sjálfstfl. Að hans áliti á fjárveitingavaldið að vera hjá Alþingi, en ekki stj. Því er þessi viðleitni stj., sem að hans dæmi er svo lofsamleg. engan veginn lofsamleg að okkar áliti og þeirra, sem varðveita vilja lýðræðið í landinu.