20.04.1936
Neðri deild: 52. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 636 í B-deild Alþingistíðinda. (916)

70. mál, Skeiðaáveitan

*Eiríkur Einarsson:

Ég á hér brtt. á þskj. 168 við þetta frv. Brtt. lýtur að því, að nokkrar öryggisráðstafanir verði gerðar á framkvæmdum Skeiðaáveitunnar, svo hún fái notið sín betur en nú er. Það hafa komið tilmæli um, að ég tæki till. aftur til 3. umr., og get ég eftir atvikum fallizt á það, úr því að þess er óskað. Það getur annars mælt með þessu, að sé landbn. ekki búin að taka þessa till. til sérstakrar athugunar, hvað ekki kemur fram í nál. hennar, þá vildi ég gjarnan, að n. gæfist kostur á því. Og ef hún er ekki kunnug til hlítar staðháttum þarna, þá væri mér ánægja í að afla henni þeirra gagna, sem ég get og hana kynni að vanhaga um í þessu sambandi. — Að svo mæltu tek ég brtt. mína aftur til 3. umr.