20.04.1936
Efri deild: 52. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 646 í B-deild Alþingistíðinda. (943)

85. mál, ríkisframfærsla sjúkra manna og örkumla

*Magnús Jónsson:

Þegar frv. um berklavarnagjald lá fyrir hv. Nd., leitaðist ég við að athuga ákvæði þessa frv., en þau eru nokkuð flókin að ýmsu leyti, en mér virtist það vera svo, að í rauninni geti gjaldið eftir þessum lögum einmitt lent á héruðunum eftir sem áður. Sjúklingurinn á sjálfur að greiða 1/5 og á viðkomandi framfærslusveit að innheimta það. Ég þykist vita, að þessi 1/5 lendi yfirleitt á framfærslusveitinni. Það sýnist ekki fjarri sanni, að þetta sé nokkuð svipað eins og 2 kr. gjaldið er nú. Ég sé því ekki ástæðu til þess að láta þetta frv. standa í veginum fyrir framkomu hins. Ef þetta er misskilningur hjá mér, þá þætti mér vænt um að fá nánari skilgreiningu á því.