22.04.1936
Efri deild: 54. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 649 í B-deild Alþingistíðinda. (951)

85. mál, ríkisframfærsla sjúkra manna og örkumla

*Jónas Jónsson:

Ég geri ráð fyrir, að löggjöf um þetta efni hljóti að draga þungan dilk á eftir sér, eins og reynslan er með aðra lagabálka af sama tægi, og ef það kemur í ljós við framkvæmd þessara laga, að þeim fylgi mikill kostnaður, þá áskil ég mér rétt til þess að hafa óbundnar hendur um breyt., vegna þess að allar slíkar lagasmíðar sem þessi hafa venjulega a. m. k. fyrst í för með sér eyðslu, sem fer langt fram úr því, sem gert er ráð fyrir. Hinsvegar er í mörgum tilfellum vandkvæði um sjúklinga af þessu tægi, og má líta á þetta frv. sem tilraun til bráðabirgða í þessu efni. Þess vegna er ég frv. fylgjandi.